Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hefur bætt við eign sína í félaginu með því að kaupa bréf fyrir um 400 milljónir króna. Tilkynnt var í gær að forstjórinn hefði keypt 320 þúsund bréf á genginu 1.255 kr./hlut.
Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um tæp 24% síðasta mánuðinn en innan ársins hafa bréfin hins vegar lækkað um 26,5%.
Sveiflurnar eru því miklar en félagið birti gott uppgjör, að mati greiningaraðila, í vikunni.