Samkeppnisstaða CCP traust

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP. Ljósmynd/Aðsend

Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri CCP, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að sam­keppn­is­staða CCP sé nokkuð traust. Vörumerkið sé vel þekkt, bæði inn­an iðnaðar­ins og meðal spil­ara, ekki síst vegna þess að fá leikja­fyr­ir­tæki í heim­in­um hafi náð að starfa í meira en tutt­ugu ár sam­fleytt. Fan­fest-ráðstefn­an í Hörp­unni sé eitt þeirra tæki­færa sem CCP nýti til að styrkja tengsl­in við viðskipta­vini sína – fólk sem er til­búið að ferðast yfir hálf­an hnött­inn til að ræða geim­skip í þrjá daga.

Lang­tíma­sýn Hilm­ars fyr­ir CCP snýst ekki aðeins um nýja leiki og tækni­fram­far­ir held­ur einnig um að þróa og reka hag­kerfi í sýnd­ar­heim­um sem virka eins og raun­veru­leg efna­hags­kerfi. Hann lýs­ir mikl­um áhuga sín­um á því sem hann kall­ar hag­kerf­is­brölt, bæði inn­an EVE On­line og í nýj­um leik sem bygg­ist á raf­mynt. „Ég sé mikla framtíð í því að þróa opið tölvu­leikja­hag­kerfi,“ seg­ir hann.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK