Svandís tekur við Fastus lausnum

Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjá Fastus lausnum.
Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjá Fastus lausnum. Ljósmynd/Aðsend

Svandís Jóns­dótt­ir hef­ur verið ráðin deild­ar­stjóri Fast­us lausna, sölu­deild inn­an Fast­us sem þjón­ust­ar fyr­ir­tæki, hót­el og stór­eld­hús.

Seg­ir í til­kynn­ingu að Svandís búi yfir 18 ára reynslu úr alþjóðlegu um­hverfi í lyfja- og mat­væla­vinnsluiðnaði. Und­an­far­in ár hafi hún verið í leiðandi hlut­verki í stofn­un og rekstri alþjóðlegs sölu­teym­is inn­an Mar­el og tekið þátt í inn­leiðingu nýrra fyr­ir­tækja.

Þar áður starfaði hún í lyfjaiðnaði við sölu og viðskiptaþróun hjá Med­is ehf og Lyfja­skrán­ing­ar hjá STADA Arz­neim­ittel AG í Þýskalandi og Acta­vis. Áður en Svandís kom til Fast­us starfaði hún sem verk­efna­stjóri inn­leiðing­ar stefnu hjá Veit­um ohf. Svandís er mat­væla­fræðing­ur að mennt.

„Við bjóðum Svandísi vel­komna til starfa hjá Fast­us en hún kem­ur með mikla reynslu og þekk­ingu sem eyk­ur enn frek­ar á styrk fé­lags­ins. Fast­us hef­ur ákveðið að snúa aft­ur að því skipu­lagi sem hef­ur reynst fé­lag­inu og viðskipta­vin­um þess best. Fram­veg­is starfar Fast­us sem ein heild með þrem­ur sér­hæfðum deild­um, þar sem hver og ein legg­ur áherslu á sitt svið. Þetta fyr­ir­komu­lag skap­ar skýr­ari áhersl­ur, ein­fald­ari sam­skipti og sterk­ara sam­starf við viðskipta­vini,“ seg­ir Guðrún Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fast­us í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK