Eigendaskipti hjá Héðni hf.

Frá vinstri: Halldór Lárusson, Guðmundur Sveinsson og Eðvarð Ingi Björgvinsson.
Frá vinstri: Halldór Lárusson, Guðmundur Sveinsson og Eðvarð Ingi Björgvinsson. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Héðinn eign­ar­halds­fé­lag ehf. hef­ur keypt 93% hlut í Héðni hf. Kaup­end­ur eru Guðmund­ur Sveins­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, Hall­dór Lárus­son, nú­ver­andi stjórn­ar­formaður, og Eðvarð Ingi Björg­vins­son fram­kvæmda­stjóri, sem hafa all­ir starfað lengi inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Guðmund­ur átti áður 24% hlut.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu, þar kem­ur jafn­framt fram að selj­end­ur eru RGI ehf. (í eigu þriggja lyk­il­starfs­manna Héðins) og þrír af­kom­end­ur ann­ars stofn­anda fé­lags­ins, Markús­ar Ívars­son­ar. Eft­ir viðskipt­in er fé­lagið áfram að tveim­ur þriðju í eigu af­kom­enda Markús­ar.

Héðinn hf., sem var stofnað árið 1922, þjón­ust­ar sjáv­ar­út­veg og iðnað. Höfuðstöðvar fé­lags­ins eru í Hafnar­f­irði og starfa þar um 150 manns. Sam­kvæmt til­kynn­ingu nam velta fé­lags­ins árið 2024 um 10 millj­örðum króna og hagnaður eft­ir skatta um ein­um millj­arði.

Ari­on banki var ráðgjafi kaup­enda og sá um fjár­mögn­un viðskipt­anna, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK