Margföld umframáskrift í útboði Íslandsbanka

Ljósmynd/Aðsend

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hef­ur til­kynnt að marg­föld um­framá­skrift hafi feng­ist fyr­ir grunn­magni í útboði á al­menn­um hlut­um í Íslands­banka. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins sem birt var í dag.

Grunn­magn útboðsins á al­menn­um hlut­um nem­ur að lág­marki 376.094.154 hlut­um, sem sam­svar­ar 20% af úti­stand­andi hluta­fé bank­ans.  Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur heim­ild til að auka útboðsmagnið ef um­fram­eft­ir­spurn verður, og sam­an­lagt geta grunn­magn og mögu­leg aukn­ing numið allt að 45,2% af hluta­fé bank­ans

Til­boðstíma­bili útboðsins lýk­ur í dag klukk­an 17:00 og óvíst er hvort magn í útboðinu verði aukið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK