Framkvæmdastjóraskipti hjá Sensa

Guðmundur Stefán Björnsson hjá Sensa.
Guðmundur Stefán Björnsson hjá Sensa. Ljósmynd/Aðsend

Val­gerður Hrund Skúla­dótt­ir, einn af stofn­end­um Sensa og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins frá stofn­un árið 2002, læt­ur af störf­um 31. ág­úst næst­kom­andi eft­ir 23 ára fer­il. Hún mun þó áfram tengj­ast fé­lag­inu, en tek­ur sæti í stjórn þess.

Við stöðu fram­kvæmda­stjóra tek­ur Guðmund­ur Stefán Björns­son 1. sept­em­ber. Hann hef­ur starfað hjá Sensa síðastliðin 10 ár sem ör­ygg­is­stjóri og leiðtogi upp­lýs­inga­tækni­mála, og var áður í 18 ár hjá Sím­an­um, þar af 5 ár í fram­kvæmda­stjórn.

„Nú er rétti tím­inn til að af­henda keflið til Guðmund­ar Stef­áns, sem ég treysti til að leiða fyr­ir­tækið inn í næsta kafla með nýj­um hug­mynd­um og krafti,“ er haft eft­ir Val­gerði í til­kynn­ingu. Fé­lagið hef­ur vaxið og þró­ast veru­lega und­ir henn­ar stjórn og er í dag með 160 starfs­menn í 12 lönd­um. Það sér­hæf­ir sig í hýs­ing­ar- og rekstr­arþjón­ustu, innviðalausn­um og sér­fræðiþjón­ustu fyr­ir fyr­ir­tæki.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Guðmundi Stefáni: 

„Ég er afar þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að tak­ast á við nýtt hlut­verk. Sensa er ein­stakt fyr­ir­tæki og hef­ur á að skipa öfl­ug­um hópi starfs­fólks. Ég tek við góðu búi og eru tæki­færi fjöl­mörg fram und­an fyr­ir frek­ari vöxt og framþróun."

Sensa var keypt af Sím­an­um árið 2007 en hef­ur frá ár­inu 2020 verið í eigu alþjóðlega upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Crayon.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK