Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 26. maí.
Hagræðingarteymi DOGE, með Elon Musk í fararbroddi, vinnur enn hörðum höndum að því að uppræta sóun í bandaríska stjórnkerfinu. Vaxandi áhyggjur eru þó af því að DOGE skuli reiða sig á gervigreindarforritið Grok sem þróað var af hugbúnaðarfyrirtækinu xAI sem Musk stofnaði árið 2023. Hefur Grok komið í góðar þarfir við að greina þann hafsjó af gögnum sem leynast í tölvukerfum bandarískra stofnana en gagnrýnendur vara við hagsmunaárekstrum og óttast að notkun gervigreindarinnar tryggi ekki nógu vel verndun persónugagna.
Reuters greinir frá þessu og hefur eftir fólki sem þekkir til málanna að DOGE virðist fara á svig við hefðbundin vinnubrögð sem eiga að tryggja örugga meðferð viðkvæmra gagna.
Eiga fulltrúar DOGE m.a. að hafa þrýst á starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að nota Grok þrátt fyrir að leyfi fyrir notkun hugbúnaðarins hefði ekki verið veitt eftir hefðbundnum öryggisleiðum.
Benda gagnrýnendur á að með því að hleypa Grok að opinberum gagnasöfnum kunni stjórnvöld um leið að veita Elon Musk aðgang að upplýsingum um samninga einkaaðila við stofnanir sem Musk á sjálfur í viðskiptasambandi við. Gagnrýnendur óttast líka að xAI gæti notað gagnasöfn hins opinbera til að þjálfa gervigreind sína og þannig náð ósanngjörnu forskoti á aðrar gervigreindarlausnir. Loks gæti innleiðing Grok víðs vegar í bandarískri stjórnsýslu, í gegnum störf DOGE, veitt Grok forskot á keppinauta á gervigreindarmarkaði. ai@mbl.is
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.