Stólpi flytur á Gullhellu

Rúnar Höskuldsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, og Börkur Grímsson, forstjóri Stólpa.
Rúnar Höskuldsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, og Börkur Grímsson, forstjóri Stólpa. Eggert Jóhannesson

Í júlí nk. flyt­ur Stólpi, sem áður hét Stólpi Gám­ar og er núna dótt­ur­fé­lag Styr­káss, skrif­stof­ur sín­ar og þjón­ustu­hús í nýtt 1.500 fer­metra hús­næði við Gull­hellu í Hafnar­f­irði en vélsmiðja og kæliþjón­usta verða áfram á sama stað og áður í Sæ­görðum í Reykja­vík. Tré­smiðjan verður sömu­leiðis áfram á sín­um stað í Vatna­görðum. „Þetta verður mik­il bylt­ing og gef­ur okk­ur tæki­færi til að út­víkka þjón­ust­una enn frek­ar. Það má segja að við séum að þró­ast í þá átt að veita heild­ar­lausn fyr­ir aðila sem reka fram­kvæmda­svæði. Þar má nefna vinnu­búðir, girðing­ar, raf­stöðvar og ljós.

Við vilj­um líka vera al­hliða þjón­ustu­veit­andi fyr­ir skipa­fé­lög­in og eiga alla íhluti á lag­er fyr­ir kæli- og frysti­búnað og annað,“ segja Börk­ur Gríms­son, for­stjóri Stólpa, og Rún­ar Hösk­ulds­son, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann en fyr­ir­tækið sel­ur einnig og leig­ir hús­ein­ing­ar, gáma og tjald­skemm­ur m.a.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK