Landsnet telur að skipting raforkumarkaðarins í verðsvæði, að norskri fyrirmynd, gæti leitt til lægri flutningsgjalda hér á landi. Þetta kom fram á raforkumarkaðsfundi Landsvirkjunar í síðustu viku.
Í dag eru flutningsgjöld raforku á Íslandi óháð raforkuverði og byggð á reglum um tekjumörk Landsnets. Í Noregi er hins vegar stuðst við millilandatengingar og svokölluð verðsvæði. Þar myndast verðmunur milli svæða sem skilar sér í tekjum fyrir norska flutningsfyrirtækið Statsnet. Á árunum 2022 og 2023 voru hefðbundin flutningsgjöld þar engin vegna slíkra tekna.
Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti, segir að þetta fyrirkomulag gæti verið áhugaverð leið fyrir Ísland. Hægt væri að nýta verðmun sem skapast vegna flutningstakmarkana milli verðsvæða innanlands, t.d. milli Norður- og Suðurlands, til að afla tekna og lækka gjöld.
„Við gætum í raun dregið úr gjöldunum hjá okkur,“ segir Svandís. Tekjurnar sem myndast vegna verðmunar myndu þá renna til flutningsfyrirtækisins og koma í stað hefðbundinna flutningsgjalda.
Verðmunur skapast yfirleitt þegar flutningstakmarkanir eru fyrir hendi, t.d. þegar framboð er gott á einu svæði og eftirspurn meiri á öðru. Þá getur verið hærra verð á öðru svæðinu og lægra á hinu, og það skapar tekjur fyrir þann sem flytur orkuna á milli, þ.e. flutningsfyrirtækið.
Svandís undirstrikar þó að ákvörðun um slíka breytingu sé ekki á höndum Landsnets eingöngu. Flutningsfyrirtækið starfi samkvæmt stefnu stjórnvalda og eigi að tryggja jafnræði.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.