Landsvirkjun og MýSköpun semja um næstu skref

Dr. Ingólfur Bragi Gunnarsson, framkvæmdastjóri MýSköpunar, og Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri …
Dr. Ingólfur Bragi Gunnarsson, framkvæmdastjóri MýSköpunar, og Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Ljósmynd/Landsvirkjun

Lands­virkj­un og líf­tæknifyr­ir­tækið MýSköp­un hafa samið um að skoða staðsetn­ingu á hugs­an­legri fram­leiðslu örþör­unga ná­lægt Þeistareykja­stöð eða í Bjarn­ar­flagi við Mý­vatn. Um leið verður skoðað hvort fýsi­legt sé að tengja starf­sem­ina beint við virkj­un. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

MýSköp­un hef­ur starfað á Kís­iliðjulóðinni í Bjarn­ar­flagi frá ár­inu 2013 og sér­hæft sig í rann­sókn­um og rækt­un hag­nýtra örþör­unga. Fyr­ir­tækið var stofnað af heima­mönn­um og fyr­ir­tækj­um í Mý­vatns­sveit og hef­ur að und­an­förnu unnið að áætl­un til framtíðar­vaxta.

Í lok árs 2024 sótti MýSköp­un aukið fjár­magn til hlut­hafa sinna og hyggst byggja nýtt fram­leiðslu­hús­næði til að auka veru­lega við örþör­unga­fram­leiðsluna. Meðal stærstu hlut­hafa í MýSköp­un eru Þing­eyj­ar­sveit, Ný­sköp­un­ar­sjóður­inn Kría, Jarðböðin við Mý­vatn og KEA. Nýi samn­ing­ur­inn við Lands­virkj­un form­fest­ir sam­starf sem hef­ur staðið yfir um ára­bil og mark­ar næsta skref í þróun verk­efn­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að til­gang­ur samn­ings­ins sé að styðja við verðmæta­sköp­un og fjölg­un starfa á svæðinu með nýt­ingu á auðlind­a­straum­um frá virkj­un­um Lands­virkj­un­ar. Fram­lag Lands­virkj­un­ar næstu mánuði fel­ist aðallega í aðstoð, aðstöðu og ráðgjöf og muni aðilar skoða leiðir til að þróa áfram sam­starfið.

Stórt skref í átt að framtíðar­sýn

„Þetta sam­starf við Lands­virkj­un er stórt skref í átt að framtíðar­sýn okk­ar um upp­bygg­ingu um­hverf­i­s­vænn­ar örþör­unga­rækt­un­ar á Norðaust­ur­landi. Með upp­bygg­ingu á slíkri örþör­unga­rækt­un með bein­teng­ingu raf­orku frá virkj­un Lands­virkj­un­ar get­ur orðið til ný at­vinnu­grein á okk­ar starfs­svæði sem mun fjölga at­vinnu­tæki­fær­um og efla at­vinnu­lífið. Framtíðaráætlan­ir okk­ar gera ráð fyr­ir mik­illi upp­bygg­ingu og á næstu fimm árum gætu orðið til á bil­inu 20 til 40 ný störf á svæðinu,” er haft eft­ir Dr. Ingólfi Braga Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra MýSköp­un­ar, í til­kynn­ing­unni.

„Við hjá Lands­virkj­un tök­um því fagn­andi að eiga áfram aðkomu að spenn­andi starf­semi MýSköp­un­ar á vinnslu­svæði okk­ar við Mý­vatn. Fyr­ir­tæk­in eiga það sam­eig­in­legt að vilja vinna með nærsam­fé­lagi sínu, vera góðir grann­ar og nýta auðlind­ir nátt­úr­unn­ar með ábyrg­um hætti til verðmæta­sköp­un­ar, svo ég hef mikla trú á þessu sam­starfi,“ seg­ir Rík­arður Rík­arðsson, fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaþró­un­ar og ný­sköp­un­ar hjá Lands­virkj­un, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK