Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 16. júní.
Donald Trump ákvað á föstudag að leyfa kaup japanska stálrisans Nippon Steel á bandaríska stálframleiðandanum U.S. Steel.
U.S. Steel er einn stærsti framleiðandi stáls í heiminum, en félagið varð til árið 1901 þegar bandaríski iðn- og fjármálajöfurinn J. P. Morgan kom í kring samruna Carnegie Steel, Federal Steel og National Steel. Í dag starfa um 22.000 manns hjá félaginu, í verksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin.
Það tók 18 mánuði að gera kaupin á U.S. Steel að veruleika og strandaði samruninn m.a. á andstöðu verkalýðssamtaka auk þess að stjórnvöld höfðu áhyggjur af að erlent eignarhald gæti ógnað þjóðaröryggishagsmunum.
Trump gaf út forsetatilskipun sem heimilaði kaupin með fyrirvara um að félögin tvö myndu gera sérstakt samkomulag við bandaríska fjármálaráðuneytið um þætti er snerta þjóðaröryggi. Nippon Steel og U.S. Steel skrifuðu undir það samkomulag með hraði og gátu því gengið frá samrunanum, sem metinn er á 14,9 milljarða dala.
Nippon Steel hefur áður heitið því að samruninn muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska starfsmenn U.S. Steel. Þá hyggst japanska félagið á næstu þremur árum verja 11 milljörðum dala í að efla starfsemina í Bandaríkjunum.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.