Kaup Nippon á U.S. Steel fá blessun Trumps

Skiptar skoðanir hafa verið um sölu U.S. Steel til útlendinga.
Skiptar skoðanir hafa verið um sölu U.S. Steel til útlendinga. AFP/Rebecca Droke

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Morg­un­blaðinu 16. júní.

Don­ald Trump ákvað á föstu­dag að leyfa kaup jap­anska stálris­ans Nippon Steel á banda­ríska stálfram­leiðand­an­um U.S. Steel.

U.S. Steel er einn stærsti fram­leiðandi stáls í heim­in­um, en fé­lagið varð til árið 1901 þegar banda­ríski iðn- og fjár­mála­jöf­ur­inn J. P. Morg­an kom í kring samruna Car­negie Steel, Feder­al Steel og Nati­onal Steel. Í dag starfa um 22.000 manns hjá fé­lag­inu, í verk­smiðjum víðs veg­ar um Banda­rík­in.

Það tók 18 mánuði að gera kaup­in á U.S. Steel að veru­leika og strandaði samrun­inn m.a. á and­stöðu verka­lýðssam­taka auk þess að stjórn­völd höfðu áhyggj­ur af að er­lent eign­ar­hald gæti ógnað þjóðarör­ygg­is­hags­mun­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK