Rafmyntir ryðja sér til rúms í greiðslumiðlun

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets
Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets

Á und­an­förn­um árum hafa greiðslu­lausn­ir tekið örum breyt­ing­um, en fáar breyt­ing­ar eru jafn rót­tæk­ar og þær sem fylgja bálka­keðju­tækn­inni og raf­mynt­um. Þró­un­in er ekki leng­ur til­gáta eða spá­dóm­ur, hún er að ger­ast núna, í raun­tíma, með þátt­töku stærstu fjár­tæknifyr­ir­tækja heims.

Und­ir­ritaður sótti ráðstefnu sem raf­mynta­kaup­höll­in Co­in­ba­se hélt í New York í síðustu viku. Á ráðstefn­unni var til­kynnt um sam­starf Co­in­ba­se og Shopify sem er stærsta net­versl­un­ar­kerfi í heimi. Fjár­tækn­iris­inn Stripe er einnig hluti af sam­starf­inu og sér um tækni­lega inn­leiðingu.

Sam­starfið fel­ur í að sér að nú í fyrsta skipti verður boðið upp á greiðslur með stöðug­leika­mynt­inni USDC beint inn í greiðslu­kerfi Shopify. Þetta er í fyrsta skipti sem raf­mynt­ir eru samþætt­ar með þess­um hætti inn í stórt alþjóðlegt net­versl­un­ar­kerfi.

Stöðug­leika­mynt­ir

Stöðug­leika­mynt­ir eins og USDC eru ra­f­ræn­ir doll­ar­ar, hannaðir til að halda sama virði við banda­ríkja­dal. Á bak við hverja ein­ingu af USDC sem gef­in er út á bálka­keðju er sam­svar­andi fjár­hæð af hefðbundn­um doll­ur­um geymd í vara­sjóði, annaðhvort á banka­reikn­ing­um eða í rík­is­skulda­bréf­um með skamm­an líf­tíma. Þetta trygg­ir að not­end­ur geti ávallt skipt USDC yfir í hefðbundna doll­ara á jöfnu gengi, 1:1.

Útgef­and­inn, í þessu til­viki banda­ríska fyr­ir­tækið Circle (sem ný­lega var skráð á markað), birt­ir reglu­lega út­tekt­ir og end­ur­skoðaðar skýrsl­ur um stöðu vara­sjóðsins til að tryggja gagn­sæi og traust til markaðar­ins. Þetta ger­ir USDC að traustri brú milli hefðbund­ins fjár­mála­kerf­is og raf­mynta­heims­ins.

Stöðug­leika­mynt eins og USDC er í raun sta­f­ræn út­gáfa af gjald­miðli sem nýt­ir bálka­keðju­tækni til að gera greiðslur hraðari, ódýr­ari og gagn­særri. Með þess­ari nýju lausn geta not­end­ur verslað á net­inu með USDC, án þess að greiðslurn­ar fari í gegn­um hefðbundna banka eða korta­fyr­ir­tæki. Greiðslurn­ar fara fram á Base-net­inu (sem er hluti af Et­h­er­e­um-net­inu), og klár­ast á nokkr­um sek­únd­um fyr­ir brota­brot af hefðbundn­um kostnaði.

Hvað þýðir þetta í raun? Þessi þróun fel­ur í sér að not­end­ur njóta hraðari, ör­ugg­ari og aðgengi­legri greiðslu­máta, versl­an­ir fá lægri gjöld og beina teng­ingu við viðskipta­vini um all­an heim án milliliða.

Framtíð versl­un­ar

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að bálka­keðju­tækn­in muni verða notuð í meira og minna öll­um viðskipt­um yfir in­ter­netið á kom­andi árum. Nú eru risa­stór­ir net­versl­un­araðilar eins og Shopify farn­ir að sjá hag sinn í að nota þessa nýju innviði og það er bara byrj­un­in.

Þessi þróun fel­ur í sér að notk­un raf­mynta í viðskipt­um eykst gríðarlega og þar með notk­un þeirra grunn­innviða sem raf­mynt­ir keyra ofan á. Ef við skoðum ein­göngu stöðug­leika­mynt­ir þá er heild­ar­út­gáfa þeirra í dag um 250 millj­arðar doll­ara og hef­ur út­gáf­an auk­ist um 54% sl. 12 mánuði. Þess­ar raf­mynt­ir keyra að lang­stærstu leyti ofan á bálka­keðjun­um Et­h­er­e­um, Tron og Sol­ana.

Flest­ir sér­fræðing­ar í geir­an­um spá því að notk­un stöðug­leika­mynta muni aukast gríðarlega á kom­andi árum og má bú­ast við að út­gáfa þeirra verði kom­in yfir 1.000 millj­arða doll­ara áður en langt um líður. Því meiri sem notk­un stöðug­leika­mynta verður, þeim mun meira verðmæti fær­ist yfir á und­ir­liggj­andi bálka­keðjur á borð við Et­h­er­e­um og Sol­ana.

Við Íslend­ing­ar ætt­um að fylgj­ast vel með þess­ari þróun. Ísland er lítið og sveigj­an­legt hag­kerfi með aðgang að tækni­menntuðu fólki og góðum net­innviðum. Við get­um aðlagað okk­ur hratt, ef vilji er fyr­ir hendi. Nú er rétti tím­inn til að Ísland móti stefnu um raf­mynt­ir og greiðslumiðlun framtíðar­inn­ar. Ef við bregðumst hratt við, get­um við verið í fremstu röð í þess­ari þróun.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK