Merki Robotaxi ekki traustvekjandi

Robotaxi-merkið er skrifað í graffítístíl á framhurðum bílanna.
Robotaxi-merkið er skrifað í graffítístíl á framhurðum bílanna. Ljósmynd/Getty images

Banda­ríski raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla hef­ur hafið prufu­keyrslu á sjálf­a­k­andi leigu­bíl­um en merki bíl­anna hef­ur vakið at­hygli.

Leigu­bílaþjón­ust­an kall­ast „Ro­botaxi“ og fel­ur í sér tak­markaðan fjölda bíla sem aka án öku­manns og rukka fasta upp­hæð, 4,20 dali, fyr­ir hverja ferð.

Ro­botaxi-merkið er skrifað í graffítístíl á fram­h­urðum bíl­anna og minn­ir á út­lit merk­is Tesla Cy­bertruck. Þetta þykir ein­kenni­leg ákvörðun í ljósi þess hve slæm­ar viðtök­ur Cy­bertruck fékk.

Ekki traust­vekj­andi

Sér­fræðing­ar í hönn­un hafa gagn­rýnt nýja lógóið. Eben Sork­in, list­rænn stjórn­andi hjá Dar­den Studio, seg­ir lógóið vera „óreiðukennt og kæru­leys­is­legt, ekki traust­vekj­andi.“ Hann spyr hvort fólk myndi treysta flug­fé­lagi með merki með svipuðu út­liti.

Hönnuðir tala um að gott vörumerki eigi að end­ur­spegla fyr­ir­heit vör­unn­ar. Þegar komi að sjálf­keyr­andi öku­tækj­um skipti höfuðmáli að vekja ör­yggi og traust og þykir Ro­botaxi-merkið ekki gera það.

Þrátt fyr­ir gagn­rýn­ina hef­ur hluta­bréfa­verð Tesla hækkað og auðæfi Elon Musk hafa auk­ist um 19 millj­arða banda­ríkja­dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK