Atlas Primer leiðandi afl í gervigreind fyrir fræðslu

Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer.
Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer. Ljósmynd/Atlas Primer

Atlas Pri­mer, sem hef­ur vakið at­hygli fyr­ir sam­talsmiðaða gervi­greind sem nýt­ist í námi hef­ur ráðið tvo nýja stjórn­end­ur í New York. Fyr­ir­tækið er með starf­semi þar og í Reykja­vík.

Chad Ozg­ur tek­ur við sem tækn­i­stjóri (CTO) en hann hef­ur unnið að þróun gervi­greind­ar­lausna og stofnað og selt tvö sprota­fyr­ir­tæki.

Paul Burani, sem hef­ur meðal ann­ars starfað hjá Google, Foursquare, Udacity og stofnaði Missi­on Flywheel, kem­ur inn sem tekju­stjóri (CRO).

Atlas Pri­mer var stofnað árið 2020 og hef­ur hlotið um­fjall­an­ir frá For­bes, TIME og Holon­IQ.

„Við höf­um ekki aðeins búið til lausn sem breyt­ir því hvernig fólk lær­ir, held­ur höf­um við líka búið til ný tæki­færi fyr­ir fólk til að ná mark­miðum sín­um,“ seg­ir Hinrik Jósa­fat Atla­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Atlas Pri­mer. „Með stækk­un fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar erum við bet­ur í stakk búin en nokkru sinni fyrr til að vaxa hratt og vera áfram í far­ar­broddi við inn­leiðingu gervi­greind­ar í fræðslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK