Atlas Primer, sem hefur vakið athygli fyrir samtalsmiðaða gervigreind sem nýtist í námi hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í New York. Fyrirtækið er með starfsemi þar og í Reykjavík.
Chad Ozgur tekur við sem tæknistjóri (CTO) en hann hefur unnið að þróun gervigreindarlausna og stofnað og selt tvö sprotafyrirtæki.
Paul Burani, sem hefur meðal annars starfað hjá Google, Foursquare, Udacity og stofnaði Mission Flywheel, kemur inn sem tekjustjóri (CRO).
Atlas Primer var stofnað árið 2020 og hefur hlotið umfjallanir frá Forbes, TIME og HolonIQ.
„Við höfum ekki aðeins búið til lausn sem breytir því hvernig fólk lærir, heldur höfum við líka búið til ný tækifæri fyrir fólk til að ná markmiðum sínum,“ segir Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer. „Með stækkun framkvæmdastjórnarinnar erum við betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr til að vaxa hratt og vera áfram í fararbroddi við innleiðingu gervigreindar í fræðslu.“