Markaður með sumarhús tekur við sér

Morgunblaðið/Ómar

Fjöldi sum­ar­húsa á Íslandi hef­ur auk­ist jafnt og þétt síðustu ár og voru þau orðin rúm­lega 15 þúsund í lok árs 2024, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í Hag­sjá Lands­bank­ans í dag. Það er rúm­lega 45% fjölg­un frá ár­inu 2005 og hef­ur vöxt­ur­inn hald­ist nokkuð stöðugur frá ár­inu 2015.

Fram kem­ur að flest sum­ar­hús séu á Suður- og Vest­ur­landi. Á Suður­landi eru rúm­lega helm­ing­ur allra sum­ar­húsa lands­ins og tæp­ur fjórðung­ur á Vest­ur­landi. Hlut­falls­lega hef­ur þó fjölg­un­in verið mest á Norður­landi síðustu tvo ára­tugi, eða um 57,3%.

Sala á sum­ar­hús­um hef­ur verið sveiflu­kennd síðustu ár en tók veru­lega við sér í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Kaup­samn­ing­um um sum­ar­hús fjölgaði um 84% milli ár­anna 2019 og 2020. Eft­ir hæga­gang á ár­un­um 2022 og 2023 virðist markaður­inn nú aft­ur á upp­leið. Kaup­samn­ing­um fjölgaði um 25% á síðasta ári.

Bank­inn bend­ir á að verðhækk­an­ir á sum­ar­hús­um fylgdu auk­inni eft­ir­spurn á far­ald­urs­tím­um og hækkaði meðal­fer­metra­verð þá um allt að 24% á milli ára. Síðustu tvö ár hef­ur dregið úr hækk­un­um. Á síðasta ári var meðal­fer­metra­verð seldra sum­ar­húsa um 562 þúsund krón­ur, sem er 2,9% hækk­un frá fyrra ári. Til sam­an­b­urðar hækkaði íbúðar­hús­næði á lands­byggðinni um 9,9% á sama tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK