Samkvæmt frétt The New York Times munu stærstu veðlánastofnanir Bandaríkjanna, Fannie Mae og Freddie Mac, nú samþykkja rafmyntareign í greiðslumati um húsnæðislán. Þetta er liður í stefnu Trump-stjórnarinnar um að auka vægi rafmynta í hefðbundnu fjármálakerfi.
Á sama tíma hafa sprotafyrirtæki hafið þjónustu þar sem fólk getur veðsett rafmynt til að fá lán til fasteignakaupa, eða nýtt eigið fé í fasteignum til að fjárfesta í rafmynt. Neytendasamtök vara við áhættunni en aðrir benda á að þetta sé liður í framþróun fjármálakerfisins. mj@mbl.is