Ólíklegt að vextir lækki frekar í ár að óbreyttu

Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka í Dagmálum.
Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka í Dagmálum. mbl.is/María Matthíasdóttir

Ólík­legt er að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans muni lækka stýri­vexti frek­ar á ár­inu nema eitt­hvað breyt­ist í um­hverf­inu, að mati Bergþóru Bald­urs­dótt­ur hag­fræðings hjá Íslands­banka.

Bergþóra var gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una og ræddi meðal ann­ars um stýri­vexti, efna­hags­horf­ur og fast­eigna­markaðinn.

Bergþóra seg­ir hins veg­ar Íslands­banka hafa gert ráð fyr­ir frek­ari lækk­un­um í Þjóðhags­spá sinni í maí.

„Við erum ekki að bú­ast við mik­illi hjöðnun verðbólg­unn­ar. Hún verður í kring­um 4% ef spá okk­ar raun­ger­ist. Miðað við hvernig þau í pen­inga­stefnu­nefnd­inni töluðu síðast, þegar þau lækkuðu vexti í maí um 25 punkta, þá sögðu þau að þau ætluðu ekki að lækka vexti frek­ar nema verðbólg­an færi niður í 3,5%,“ seg­ir Bergþóra.

Hún bæt­ir við að litl­ar lík­ur séu á því að það ger­ist.

„Ólík­legt er að vext­ir muni lækka á ár­inu, ekki nema verðbólgu­horf­ur batni að ein­hverju ráði,“ seg­ir Bergþóra.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni hér:

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK