Metur gengi Icelandair á 2,1 krónu á hlut

Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins Icelandair. mbl.is/Eyþór

Grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Akk­ur – grein­ing og ráðgjöf hef­ur birt nýtt verðmat á flug­fé­lag­inu Icelanda­ir Group þar sem gengi fé­lags­ins er metið á 2,1 krónu á hlut.

Sam­kvæmt grein­ing­unni er gert ráð fyr­ir að rekstr­ar­hagnaður fé­lags­ins (EBITDA) verði 249 millj­ón­ir banda­ríkja­dala árið 2027. Þá er áætlað að EBITDA-fram­legð nái um 13% á sama tíma­bili.

Í skýrslu Akk­urs kem­ur fram að ONE-umbreyt­ing­ar­verk­efni Icelanda­ir, sem hófst árið 2024, sé ætlað að skila ár­legri aukn­ingu á hagnaði um 70 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. Verk­efnið fel­ur meðal ann­ars í sér hagræðingu í rekstri og betri nýt­ingu á flota fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK