Greiningarfyrirtækið Akkur – greining og ráðgjöf hefur birt nýtt verðmat á flugfélaginu Icelandair Group þar sem gengi félagsins er metið á 2,1 krónu á hlut.
Samkvæmt greiningunni er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins (EBITDA) verði 249 milljónir bandaríkjadala árið 2027. Þá er áætlað að EBITDA-framlegð nái um 13% á sama tímabili.
Í skýrslu Akkurs kemur fram að ONE-umbreytingarverkefni Icelandair, sem hófst árið 2024, sé ætlað að skila árlegri aukningu á hagnaði um 70 milljónir bandaríkjadala. Verkefnið felur meðal annars í sér hagræðingu í rekstri og betri nýtingu á flota félagsins.
Í greiningunni eru jafnframt raktar helstu áskoranir sem félagið stendur frammi fyrir, þar á meðal sveiflur á markaði, áhrif gjaldmiðlabreytinga og lítil arðsemi fjármagns. Á móti vegur þó sterkt vörumerki Icelandair, sveigjanlegt rekstrarfyrirkomulag og aukin nýting á hagkvæmari flugvélum.
Að mati Akkurs eru horfur á áframhaldandi bata í arðsemi félagsins á næstu árum, ekki síst með markvissri kostnaðarstýringu og auknum fjárfestingum í rekstri.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.