Útgáfa Lánamála óskynsamleg

Agnar Tómas Möller fjárfestir á skuldabréfamarkaði.
Agnar Tómas Möller fjárfestir á skuldabréfamarkaði.

Rík­is­sjóður hef­ur und­an­farn­ar vik­ur aukið út­gáfu verðtryggðra rík­is­skulda­bréfa, meðal ann­ars til að fjár­magna upp­gjör ÍL-sjóðs. Það hef­ur hann gert þrátt fyr­ir að fram­boð slíkra bréfa sé þegar mikið á markaði og á sama tíma og hafi ávöxt­un­ar­krafa þeirra hækkað veru­lega.

Agn­ar Tóm­as Möller, fjár­fest­ir á skulda­bréfa­markaði, gagn­rýn­ir þessa stefnu­mörk­un og seg­ir út­gáfu hafa verið bæði óskyn­sam­lega og ósveigj­an­lega það sem af er ári, þar sem út­gáfa fyrri hluta árs hafi án und­an­tekn­inga verið í mjög stutt­um eða mjög löng­um óverðtryggðum rík­is­bréf­um. Sam­kvæmt síðustu markaðsupp­lýs­ing­um Lána­mála í júní hafa verið gef­in út rík­is­skulda­bréf upp á um 127 millj­arða króna á ár­inu, þar af meira en helm­ing­ur í tveggja ára eða styttri skulda­bréf­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK