Veldi Skúla í Subway vex

Skúli hefur verið frumkvöðull í veitingarekstri hér á landi og …
Skúli hefur verið frumkvöðull í veitingarekstri hér á landi og heldur áfram að styrkja stöðu sína með nýju hóteli við Jökulsárlón. mbl.is/Eyþór

Leiti eign­ar­halds­fé­lag ehf., í eigu Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar sem gjarn­an er kennd­ur við Su­bway, hagnaðist um 582 millj­ón­ir króna árið 2024, sam­an­borið við 277 millj­ón­ir króna árið áður. Fé­lagið rek­ur fjölþætta starf­semi með dótt­ur­fé­lög­um á borð við Su­bway-veit­ingastaðina, fast­eigna­rekst­ur og hót­el­rekst­ur.

Heild­ar­eign­ir Leit­is námu tæp­lega fjór­um millj­örðum króna í árs­lok, með eigið fé upp á 2,15 millj­arða króna og sterkt eig­in­fjár­hlut­fall upp á 54%.

Stjarn­an ehf., sem rek­ur Su­bway á Íslandi, skilaði mjög góðri af­komu á ár­inu, með hagnaði upp á 226 millj­ón­ir króna, sem er nær tvö­föld­un frá fyrra ári þegar hagnaður var 128 millj­ón­ir króna. Tekj­ur fé­lags­ins juk­ust í rúma 2,3 millj­arða króna og eigið fé jókst veru­lega. Su­bway rek­ur nú 14 veit­ingastaði á Íslandi, eft­ir að hafa lokað ein­um stað í JL-hús­inu, en til stend­ur að opna tvo nýja staði á þessu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK