Leiti eignarhaldsfélag ehf., í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem gjarnan er kenndur við Subway, hagnaðist um 582 milljónir króna árið 2024, samanborið við 277 milljónir króna árið áður. Félagið rekur fjölþætta starfsemi með dótturfélögum á borð við Subway-veitingastaðina, fasteignarekstur og hótelrekstur.
Heildareignir Leitis námu tæplega fjórum milljörðum króna í árslok, með eigið fé upp á 2,15 milljarða króna og sterkt eiginfjárhlutfall upp á 54%.
Stjarnan ehf., sem rekur Subway á Íslandi, skilaði mjög góðri afkomu á árinu, með hagnaði upp á 226 milljónir króna, sem er nær tvöföldun frá fyrra ári þegar hagnaður var 128 milljónir króna. Tekjur félagsins jukust í rúma 2,3 milljarða króna og eigið fé jókst verulega. Subway rekur nú 14 veitingastaði á Íslandi, eftir að hafa lokað einum stað í JL-húsinu, en til stendur að opna tvo nýja staði á þessu ári.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.