Reiðhjólaverslunin Hjólasprettur í Dalshrauni í Hafnarfirði var rekin með tæplega 8,4 milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.
Tapið minnkar milli ára en það var 9,2 milljónir árið 2023.
Eignir fyrirtækisins námu 66,7 milljónum króna í lok 2024 og jukust þær nokkuð milli ára en þær voru 51,9 milljónir árið á undan.
Eigið fé Hjólaspretts er nú neikvætt um rúmar sex milljónir króna en það var jákvætt um 2,3 milljónir árið 2023.
Tekjur félagsins drógust saman milli ára. Þær voru 75,5 milljónir í fyrra en 88,1 milljón árið á undan.
Eigendur Hjólaspretts eru þau Dagrún Jónsdóttir og Rúnar Ólafur Emilsson með 50% hlut hvort.