Hjólasprettur skilaði 8,4 milljóna kr. tapi

Í Hjólaspretti má finna margvíslegar vörur fyrir hjólreiðafólk.
Í Hjólaspretti má finna margvíslegar vörur fyrir hjólreiðafólk. Morgunblaðið/Golli

Reiðhjóla­versl­un­in Hjóla­sprett­ur í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði var rek­in með tæp­lega 8,4 millj­óna króna tapi á síðasta ári sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi fé­lags­ins.

Tapið minnk­ar milli ára en það var 9,2 millj­ón­ir árið 2023.

Eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins námu 66,7 millj­ón­um króna í lok 2024 og juk­ust þær nokkuð milli ára en þær voru 51,9 millj­ón­ir árið á und­an.

Eigið fé Hjóla­spretts er nú nei­kvætt um rúm­ar sex millj­ón­ir króna en það var já­kvætt um 2,3 millj­ón­ir árið 2023.

Tekj­ur minnkuðu

Tekj­ur fé­lags­ins dróg­ust sam­an milli ára. Þær voru 75,5 millj­ón­ir í fyrra en 88,1 millj­ón árið á und­an.

Eig­end­ur Hjóla­spretts eru þau Dagrún Jóns­dótt­ir og Rún­ar Ólaf­ur Em­ils­son með 50% hlut hvort.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK