Pistlar:

4. febrúar 2025 kl. 14:40

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Andleg uppsögn og bullstörf

Allt að 17 til 19% þeirra sem eru á vinnumarkaði teljast óvirkir en undir þá skilgreiningu falla þeir sem mæta til vinnu, en reyna að komast upp með að gera sem minnst og láta sig síðan hverfa á slaginu. Sjálfsagt kemur svona tölfræði á óvart en þó er margt sem styður þessar niðurstöður, svo sem sífelld aukning þess að fólk sé frá störfum vegna kulnunar (e. burnout) í starfi.aastörf

Á móti eru um 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu. Hér er byggt á niðurstöðum sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. Vísir ræddi við Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóra Dale Carnegie, fyrir stuttu um þessar niðurstöður sem hefðu hugsanlega átt að vekja meiri athygli. Það er allt of lítið gert af því að fjalla um þróun vinnumarkaðs í samhengi við aðra þróun, svo sem breyttar þarfir samfélagsins, breytta sýn kynslóða og þó ekki síst breytta samsetningu þjóðarinnar og þá sérstaklega aldurssamsetningu.

Tölurnar sem Jón Jósafat vísar í eru niðurstöður rannsóknar Maskínu á vinnumarkaði, en síðustu tólf árin hefur Maskína, áður MMR, mælt virkni starfandi fólks á vinnumarkaði. Til viðbótar hefur Dale Carnegie rýnt í þróunina erlendis frá og þá sérstaklega meðal annars hvað ráðgjafafyrirtækið McKinsey telur mikilvægt að vinnustaðir horfi til í mannauðsmálum næstu missera.

Bullstörfin

Margt í þessum rannsóknum kemur kemur ágætlega saman við skrif og kenningar mannfræðingsins David Graeber (1961-2020) sem var fjallað um í pistli hér fyrir sex árum. Graeber skrifaði bókina Bullshit Jobs: a Theory. Graeber rannsakaði vinnumarkaðinn með aðferðum mannfræðinnar. Hann sagði að furðuoft fengi hann þau svör þegar spurt er um störf viðmælenda að þau séu í raun hálfgert bull (e. bullshit). Fólk sé spurt hvort starfið sé nauðsynlegt og ef viðkomandi væri ekki að gegna því, hvort það yrði ráðið á ný í starfið. Allt upp undir 40% viðmælenda gáfu eigin störfum falleinkunn. Með öðrum orðum þá taldi 40% vinnuafls að störfin sem þau voru að vinna væru tilgangslítil og í raun algert bull! Þegar nánar var gengið á þá sögðust þeir hugsanlega sinna starfinu af einhverri alvöru í einn til tvo tíma í viku og þá helst með því að svara tölvupóstum. Öðru væri ekki til að dreifa.

Graeber sagir að þessi svör hafi fengið hann til að huga að samsetningu starfa í dag og hvernig þau hafi breyst. Hann taldi að ekki væri hægt að leita skýringa í aukningu óskilgreindra þjónustustarfa, þau væru um 20% eins og þau hefðu verið í áratugi. Þess í stað fann hann hóp sem samanstóð af óskilgreindum skrifstofustörfum, einhverskonar sístækkandi millilagi skrifstofufólks sem hefur enga sérstaka kvöð um að skila verkum frá sér. Ef fólk upplifir starfið tilgangslítið verður allt fljótt að bulli!aastörf

Andleg uppsögn

Á vinnustofunni var rætt um fjögur atriði sem Jón Jósafat segir að þeir mæli með að vinnustaðir horfi sérstaklega til á þessu ári. Þar á meðal er það sem kallað er „andleg uppsögn“ en hún á að geta gefið vísbendingu um að það vinnuumhverfi sem hér ríkir sé ekki að henta þeim kynslóðum sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn.

Vinnusemi og trú á að vinnan skilgreini fólk og fyrirtæki hefur verið rík meðal Íslendinga enda ekki langt síðan hér voru mjög langir vinnudagar hjá mörgum stéttum. Síðasta áratug höfum við hins vegar siglt inn í styttingu vinnuvikunnar en samfara því höfum við séð margvíslegar breytingar á afstöðu fólks til vinnu.

En víkjum aftur að hugtakinu „andleg uppsögn“. Það felur meðal annars í sér að viðkomandi starfsmaður er í raun búinn að segja upp í huganum, mætir til vinnu en er þó eins og „fjarverandi“ í vinnunni. Þá er sú skuldbinding og helgunin sem allir vinnustaðir sækjast eftir hjá sínu starfsfólki ekki lengur til staðar. Það hlýtur að vera talsvert áfall, bæði fyrir viðkomandi starfsmenn og atvinnurekendur þegar svo er komið.
Í viðtalinu við Vísi bendir Jón á nokkur atriði einkennandi fyrir þennan hóp starfsfólks. Meðal annars að þeir geri eins lítið og komist verður upp með. Þeir mæta í vinnu en sinna aðeins lágmarksskyldum og nýta svo allan rétt til að vera fjarverandi, svo sem veikindadaga.

Jón segir ýmsar skýringar á því hvers vegna andlega uppsögnin er að sýna sig svona áberandi á vinnumarkaði um allan heim. „Forgangsröðun og gildi fólks einfaldlega breyttist í kjölfar Covid. Nú er fólk meira að huga að sjálfum (svo!) sér og sinni heilsu frekar en að hugsa um vinnuveitandann eða starfið. Þetta á sérstaklega við yngri kynslóðir sem sjá enga ástæðu til þess að vinna baki brotnu fyrir einhverja kapítalista úti í bæ.“

Kynslóðaskipti

Þegar svona er komið hlýtur það að skapa mikil vandkvæði á vinnustað. „Sumir rugla andlegu uppsögninni (svo!) við stóru uppsögninni, eða The Great Resignation sem Jón Jósafat segir að hafi orðið áberandi á heimsvísu í kjölfar Covid. „Andlega uppsögnin er annað fyrirbæri, skilgreint á ensku sem The Quiet Quitting og hún er mest áberandi hjá yngri kynslóðum; Z-kynslóðinni og að hluta til Millenium kynslóðinni,“ segir Jón en til skýringar á því hvaða aldurshópar tilheyra henni er gott að hafa til hliðsjónar yfirlit yfir þær fjórar kynslóðir sem nú eru starfandi á vinnumarkaði, eins og það kemur fram hjá Jóni:
Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964.
Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965 til 1979.
Millenium er aldamótakynslóðin, fædd 1980 til ársins 1994.
Z-kynslóðin er fólk fætt 1995 til 2012.

Það er merkilegt að lesa haft eftir Jóni að mælingar sýni að skortur á væntumþykju í vinnunni skipti unga fólkið sérstaklega miklu máli. Það vilji einfaldlega upplifa ákveðna foreldravæntumþykju frá yfirmanni sínum, eitthvað sem er elstu kynslóðunum óskiljanlegt. Enda er það svo að stjórnendur, sem eru flestir um og yfir fimmtugt, líta allt öðruvísi á málin. Því sé staðan sú að virknin er að mælast svo ólíkt á milli kynslóða og það telur Jón að sé alltaf vísbending um að eitthvað sé að gerast.aavinna

Fáir hafa gaman af því sem þeir gera

Í þessu ljósi er forvitnilegt að skoða tölur sem Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, birti í fyrirlestri sínum hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu fyrir viku. Hilmar Veigar benti á að það að vinna sé ekki nema nokkur þúsund ára gömul skilgreining. Það er auðvitað rétt að því leyti sem slík afmörkun fangar tilfærsluna frá hjarðmennsku til skipulegri borgarsamfélaga. Sagnfræðiprófessorinn Yuval Noah Harari segir í bók sinni Sapiens að þá hafi mannkynið gert mistök og verið eftir það bundið á klafa vinnu og þrælkunar í stað þess að reika um engi og tún og lifa í sátt við náttúruna. Þetta er bæði einföldun á kenningu Harari og því sem við var að glíma á þeim tíma.

Hilmar Veigar benti á að nú séu um 5 milljarðar jarðarbúa á vinnualdri. 1,3 milljarður hafi vinnu en 3 milljarðar vildu gjarnan vinna. En stærstu tíðindin er sú fullyrðing Hilmars Veigars að aðeins 200 milljónir hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Sé það rétt er það sannarlega umhugsunarvert.

mynd
3. febrúar 2025

Lyfseðill Kauphallarinnar stækkar

Nýskráningar í íslensku kauphöllina eru ekki algengar og það vekur alltaf eftirtekt þegar nýtt félag boðar komu sína þangað. Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður og stofnandi lyfjafyrirtækisins Coripharma, greindi frá því í samtali við Viðskipta-Moggann í síðustu viku að stefnt sé að því að skrá Coripharma á markað eigi síðar en árið 2026. Það er ekki nýtt að rætt sé um hugsanlega skráningu meira
mynd
30. janúar 2025

Breytt Bretland í breyttum sakamálaheimi

Allir Íslendingar þekkja til breskra sakamálaþátta enda má segja að þeir séu samofnir sögu Ríkisútvarpsins sem hefur verið duglegt að færa okkur þennan heim sem byggir á sterkri hefð í bókmenntum Breta og felur í sér velheppnaðri aðlögun lista og afþreyingar. Margir breskir lögregluþjónar hafa orðið íslenskir heimilisvinir og um leið hafa áhorfendur notið þess að rýna inn í breskt samfélag sem meira
mynd
29. janúar 2025

Grænlenskt gull í íslenskri kauphöll

Gull er merkilegur málmur, nýtist vissulega til margvíslegra hluta tengt rafleiðni en er fyrst og fremst ávísun á verðmæti. Sannarlega er gull fallegt og orðatiltæki gull og gersemar rammar betur en annað inn sókn eftir verðmætum og glysi. Hægt er að framleiða demanta með iðnaðarferlum en gullið verður aðeins sótt í skaut náttúrunnar. Gull er frumefni og fágætt en um 1.200 tonn af þessum eðalmálmi meira
mynd
27. janúar 2025

Trump stelur athyglinni, aftur og aftur

Það finnst ekki sá pólitíski fréttaskýrandi sem ekki hefur fjallað um Donald Trump, ný­kjör­inn for­seta Banda­ríkj­anna, undanfarna daga. Hann hefur algerlega tekið yfir umræðuna og það var fróðlegt að fylgjast með honum ávarpa ráðstefnuna í Davos talandi á skjá verandi sjálfur í Washington. Ef til eru skuggastjórnendur í heiminum þá eru þeir í Davos, líka þeir sem telja sig meira
mynd
25. janúar 2025

Þekktir sósíalistar: Jean-Jacques Rousseau

Talsverðu púðri hefur verið eytt í að blasa lífi í sósíalíska baráttu á Íslandi síðustu misseri og vegna rausnarskapar skattgreiðenda hafa nokkrir einstaklingar haft lifibrauð af því þó að þorri kjósenda hafi ekki stutt framtakið. Utan um þá baráttu (eða ættum við að segja trúboð) hefur verið smíðaður flokkur sem fékk það mörg atkvæði í síðustu kosningum að hann á rétt á um 120 milljónum króna frá meira
mynd
23. janúar 2025

Pössum banka betur en börn

Það er þyngra en tárum taki að lesa frásagnir af því sem henti börnin á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum. Hátt í fimmtíu börn veiktust þá eftir að þau borðuðu E. coli-mengaðan mat og líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Erfið og langvarandi sjúkdómsdvöl tók við og hætta er á að sum barnanna glími við eftirköst veikindanna um ókomin tíma. Viðar Örn Eðvarðsson meira
mynd
21. janúar 2025

Fyrsti dagur Trumps í embætti

Þá er Donald Trump kominn aftur til starfa sem 47. forseti Bandaríkjanna, nokkuð sem fáir sáu fyrir þegar hann lét af embætti sem sá 45! Hvað svo sem hægt er að segja um Trump þá er ekki annað hægt en að undrast baráttuþrekið, einbeitnina og sigurviljann sem hefur nú fleytt honum aftur í Hvíta húsið, að hluta til í andstöðu við þá sem ráða umræðunni heima og erlendis. Strax eru greinendur og meira
mynd
16. janúar 2025

Íslandsbanki: Halda, sleppa, selja!

Sagan endalausa heldur áfram. Íslandsbanki verður seldur á árinu! Daði Már Kristófersson, nýr fjármálaráðherra, hyggst leggja fram nýtt frumvarp um söluferlið á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka áður en næsta söluumferð fer fram. Ríkið hefur verið meðeigandi að Íslandsbanka sem er skráð félag í Kauphöll Íslands eftir að ríkissjóður hefur í tvígang selt almennum hluthöfum bréf í félaginu. Ríkið er meira
mynd
13. janúar 2025

Bretland: Kynþáttafordómar undir öfugum formerkjum

Bretland hefur lengi glímt við ógeðfellda sögu svokallaðra tælingargengja, sem hafa misnotað þúsundir ungra stúlkna kynferðislega í gegnum tíðina. Nú er svo komið að málið klýfur bresk þjóðlíf og bresk stjórnmál eins og vikið var að hér í síðasta pistli. Undir niðri er uppgjör við innflytjendastefnu Breta og samlögun ólíkra trúar- og þjóðfélagshópa. Það er erfitt að sneiða framhjá þeirri staðreynd meira
mynd
10. janúar 2025

Tæling Englands

Sum samfélagsmein geta verið svo sársaukafull að það getur tekið langan tíma þar til unnt er að ræða þau. Það átti við um útbreidda kynferðislega misnotkun kirkjunnar þjóna víða í hinum kaþólska heimi en þar gat tekið áratugi að fá niðurstöðu í málunum. Sama virðist eiga við um misnotkun og raðnauðgun þúsunda enskra stúlkna síðustu áratugi. Fórnarlömbin eru flest barnung og mörg með mjög viðkvæman meira
mynd
8. janúar 2025

Er heimurinn hættur að batna?

Allt frá iðnbyltingunni hafa rík lönd að mestu vaxið hraðar en fátæk. En í um það bil tvo áratugi eftir 1995 birtist eftirtektarverð undantekning frá þessu ferli. Á þessu tímabili minnkaði bilið á mörgum sviðum, fyrst í vergri landsframleiðslu en svo tók sárafátækt (extreme poverty) að dragast saman og lýðheilsa og menntun á heimsvísu batnaði til muna. Meðal annars með stórfelldu falli í malaríu- meira
mynd
6. janúar 2025

Verða Íslendingar stærstir í landeldi?

Þó að við Íslendingar séum uppteknir af laxeldi þessa dagana þá stendur slíkt eldi aðeins undir á að giska einu prósenti af öllum framleiddum laxi í heiminum, en miðað við þau áform sem eru komin í farveg er gert ráð fyrir miklum vexti í landeldi sem gæti orðið umfangsmeira en sjóeldi á næstu árum. Þegar öll fyrirtækin sem eru komin af stað á Íslandi verða komin í fulla virkni má gera ráð fyrir um meira
mynd
5. janúar 2025

Óheyrilegur kostnaður vegna glæpa í Svíþjóð

Undanfarin ár höfum við hér á Íslandi og reyndar annars staðar á Norðurlöndunum fylgst með þróun mála í Svíþjóð. Aukin tíðni glæpa, vaxandi áhrif glæpagengja, afbrot og ofbeldi sem má að sumu leyti tengja við fjölgun innflytjenda í landinu. Það er ekki svo að neinn haldi því fram að innflytjendur sem slíkir séu ofbeldisfyllri í eðli sínu en með innflytjendum hefur komið rót og uppbrot á mörgu því meira
mynd
3. janúar 2025

Íslandsmótið í hagræðingu með frjálsri aðferð

Ný ríkisstjórn hefur bryddað upp á þeim nýmælum að óska eftir hagræðingar- og sparnaðartillögum frá kjósendum landsins nú þegar þeir eru nýbúnir að ganga í gegnum kosningar. Ef marka má fréttir þá rignir tillögum inn í samráðsgátt stjórnvalda þó að sumir kjósendur spyrji eðlilega hvort að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft plan þegar þeir gengu til kosninga. En tökum viljann fyrir verkið meira
mynd
2. janúar 2025

Ruslið eftir partýið!

Það má hafa gaman af því að þegar gengið er um hverfið eftir áramót er það svolítið eins og vígvöllur en út um allt má sjá umbúðir utan af flugeldum sem hafa verið skildir eftir svo að þeir skotglöðu komist aftur sem fyrst inn í hlýjuna. Ruslið eftir partýið bíður því eftir nýju ári en þá eru reyndar allar sorptunnur fullar. Yfirvöld í borginni eru stöðugt að reyna að minna íbúa á að hver og einn meira
mynd
31. desember 2024

Jimmy Carter (1924-2024)

Jimmy Carter er fallinn frá á 101 aldursári. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981. Sem forseti kom hann að ýmsum umbótum, bæði í mennta- og velferðarmálum og má þar nefna að hann stofnaði menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna og jók umfang velferðarkerfisins á margan hátt. Þá kom Carter að nokkrum mikilvægum friðarsamningum og ber þar sérstaklega að nefna Camp meira
mynd
28. desember 2024

Er markaður fyrir allan þennan lax?

Fiskeldi er orðin ein af mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein­um Íslands en út­flutn­ings­verðmæti grein­ar­inn­ar nam um 40 millj­örðum króna árið 2023 eða 4,3% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Horfur eru á að aukningin verði allnokkur á þessu ári og áfram næstu árin. Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu fimm mánuðum ársins meira
mynd
22. desember 2024

Hvers konar borg erum við að fá?

Síðasta áratuginn eða svo hefur verið rekin hörð þéttingastefna hér í Reykjavík. Til að byrja með höfðu margir skilning á þeim markmiðum og forsendum sem þar lágu til grundvallar. Ný hús gátu þétt borgarmyndina og skapað betri nýtingu á þeim innviðum sem voru fyrir. En þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú meira
mynd
20. desember 2024

Hagvöxtur er forsenda velferðar

Það eru örlög Íslendinga að vera nágrannar þeirra þjóða sem hafa það einna best í heiminum. Norðurlandaþjóðirnar skora nánast hæst á öllum þeim samanburðarprófum sem sett eru fram um lífsgæði. Meira að segja þegar hamingja er rædd þá eru þessar þjóðir ofarlega á blaði með hina „þunglyndu“ Finna í efsta sæti. Stjórnin sem var mynduð 2009, í kjölfar bankahrunsins, kaus að skilgreina sig meira