Pistlar:

5. mars 2025 kl. 16:33

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hagrætt - en bara seinna

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tókst að ná nokkurri athygli þegar hún óskaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi og opnaði móttöku fyrir þær á island.is. Óhætt er að segja að almenningur hafi brugðist skjótt við og fyrr en varði voru komnar hátt í 4.000 tillögur í gáttina en um það var fjallað hér í grein á sínum tíma.aahagr

Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri vann úr umsögnum frá almenningi ásamt erindum frá forstöðumönnum ríkisstofnana (92 tillögur) og ráðuneytum (10 tillögur). Hópurinn leggur fram tæplega sextíu tillögur til hagræðingar sem kynntar voru ríkisstjórn og almenningi í gær. Samþykkt var að vinnuhópur forsætis- og fjármálaráðuneytis sem starfaði með hagræðingarhópnum muni vinna áfram að framkvæmd tillagna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og að ráðuneyti taki mið af vinnunni við gerð fjármálaáætlunar 2026-2030.

Sjálfsögð hagræðingarkrafa

Talsvert var gert úr því að ný ríkisstjórn ætlaði að hefja mikla hagræðingu í rekstri ríkisins og ýmis samtök svo sem Viðskiptaráð og Samtök atvinnurekenda gátu með góðri samvisku sent sínar tillögur sem lagðar eru fram árlega. Úr innsendum tillögum var unnið með aðstoð gervigreindar en alls voru kynntar tillögur um að spara samtals um 70 milljarða króna á næstu fimm árum eða um 15 milljarða á ári. Það gerir um 1% af útgjöldum ríkisins en árleg útgjöld ríkisins eru nálægt 1550 milljörðum á ári. Þungi sparnaðartillagnanna kemur fram á næsta kjörtímabili eins og sést af meðfylgjandi grafi.aaahagræði 

Það er ekkert nýtt að ríkisstjórnir vilji hagræða í upphafi tímabils og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kynnti hagræðingarnefnd undir stjórn þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur sem skilaði af sér í nóvember 2013. Sú nefnd mætti talsverðri andspyrnu frá stjórnsýslunni en var með mjög margar tillögur þó að sumar væru óútfærðar. Í kjölfarið var sett hagræðingarkrafa á rekstur Stjórnarráðsins upp á 1%. Það er gjarna gengið út frá því að við undirbúning fjárhagsáætlana sé ætíð eðlilegt að gera ákveðna hagræðingarkröfu, jafnvel þótt fjármálin séu í þokkalegu jafnvægi.

Viðskiptaráð vildi spara 44,6 milljarða

Rifja má upp að í fjárlögum 2025 var áformað að reka ríkissjóð með 41 milljarða króna halla, sem væri sjöunda ár hallarekstrar í röð. Við flestum blasti að augljóst var að loka fjárlagagatinu. Viðskiptaráð lagði við það tilefni fram níu hagræðingartillögur sem bæta afkomu ríkissjóðs um 44,6 milljarða króna og leiða til 3,6 milljarða króna afgangs í stað halla. Eins og oft áður þá eru tillögurnar margar en annað hvað hið pólitíska vald vill gera. Talsmaður Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar fyrir að líkjast tillögum Viðskiptaráðs!

Hagræðingarhópurinn núna segist hafa forgangsraðað skýrum og framkvæmanlegum tillögum við val sitt. Reynt hafi verið að snerta á sem flestum sviðum ríkisrekstrar enda eru tillögurnar af ýmsum toga og er þeim skipt í þrjá kafla: sameiningar og samrekstur, hagræðingu og aðhald og loks tillögur sem snúa að bættu regluverki.

Svo að dæmi séu nefnd er lagt til að sérkjör dómara og handhafa forsetavalds verði afnumin, nefndum og ráðum á vegum ríkisins verði fækkað verulega og að fyrirkomulag um svokallað skúffufé ráðherra verði aflagt. Það er ástæða til að skoða þessar tillögur rækilega og vonandi að ríkisstjórnin bjóði upp á samtal um áframhald á þessari vinnu. Í Bandaríkjunum er verið að framkvæma mikinn uppskurð á fjárlögum ríkisins undir stjórn utanaðkomandi ráðgjafa. Það er einnig mikilvægt að fylgjast með þeirri vinnu og eftir atvikum læra af henni. 

mynd
4. mars 2025

Rússland er vondur nágranni

Það getur enginn efast um að Rússland er vondur nágranni en ógnar landið heimsfriðinum? Það er líklega það sem flestir öryggismálasérfræðingar heims glíma nú við að meta. Hvernig verður stríðinu í Úkraínu lokið og hvernig mun niðurstaðan líta út? Eftir uppákomuna síðasta föstudag í Hvíta húsinu virðist Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa misst frumkvæðið, að minnsta kosti um tíma. Fram að þeim meira
mynd
2. mars 2025

D-dagurinn og hlutverk USA í Nató

Bandaríski hershöfðinginn Dwight D. Eisenhower var æðsti yfirmaður hers bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Það hafði meðal annars í för með sér að hann hafði yfirumsjón með innrásinni í Normandí á D-deginum svokallaða, þann 6. júní 1944. Eftir langan undirbúning var ráðist í gegnum varnir Þjóðverja á ströndum Frakklands í aðgerð sem bar nafnið Operation Overlord. Eisenhower stýrði aðgerðinni meira
mynd
28. febrúar 2025

Trump og Musk glíma við fjárlagahallann

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur greint frá halla á alríkisfjárlögum upp á 838 milljarða Bandaríkjadala fyrstu fjóra mánuði reikningsársins 2025 (október 2024 til janúar 2025). Þetta má sjá í mánaðarlegri yfirlýsingu þess. Fyrir allt fjárhagsárið 2024, sem lauk 30. september 2024, var hallinn 1.833 billjónir dala, eða sem nemur 1,8 trilljónum dala, sem er þriðji mesti fjárlagahalli í sögu meira
mynd
27. febrúar 2025

Trump og stóri reikningurinn

Þær breytingar sem eru að eiga sér stað á alþjóðasviðinu kalla á mikil fjárútlát og líklega er það kjarninn í utanríkisstefnu Donalds Trumps að bandarískir skattgreiðendur séu ekki látnir taka reikninginn, þannig myndi hans sérstaki ráðgjafi Elon Musk án efa orða hlutina. Nú þegar hreyfing er komin á málin í Úkraínu og velta má fyrir sér endalokum stríðsins þar, þá væntanlega með meira
mynd
24. febrúar 2025

Mannfjöldasprengjan aftengd

Síðustu áratugi höfum við vanist umræðu um að það séu síðustu forvöð að bjarga hinu og þessu, ella stefni mannkynið í glötun. Aðrir upplifa mikið framfaraskeið víða um heim og sannarlega erum við að sjá miklar og hraðar breytingar. Ein sú mikilvægasta er án efa sú staðreynd að það er búið að aftengja mannfjöldasprengjuna sem lengi var helsta ógnunin við vistkerfi jarðarinnar. Eftir nokkra meira
mynd
22. febrúar 2025

Í brekku í Austurríki

Austurríki er þriðja vinsælasta ferðamannaland heims þegar kemur að skíðaferðamennsku og ríflega 6% landsframleiðslu landsins kemur frá þessari starfsemi. Aðeins Frakkland og Bandaríkin taka á móti meiri fjölda en í Austurríki eru um 300 svæði sem hægt er að skíða á. Þangað sækja um þrjár milljónir skíðaferðamanna ár hvert og lætur nærri að hver skíðaferðamaður eyði ríflega 25% meira á dag en meira
mynd
20. febrúar 2025

Heita gullið á Íslandi

Líklega er fátt sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks hér á Íslandi en heita vatnið okkar og nýting þess. Þetta eru orðin svo sjálfsögð gæði að við áttum okkur líklega ekki lengur á mikilvægi þess. Við þekkjum sögur af kolareyk í bæjum og borgum Evrópu en færri vita að hann var einnig hér á landi áður en hitaveitan kom til sögunnar. Heita vatnið leggur til milljarðatugi á hverju ári í meira
mynd
19. febrúar 2025

Stál og hnífur gegn evrópskum borgurum

Sama dag og pistlahöfundur var að tygja sig heim frá skíðaferð í Austurríki var framin hroðaleg hnífsstunguárás í borginni Villach nálægt landamærum Slóvakíu. 14 ára gamall drengur var drepinn og fjórir aðrir særðir. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar í Villach þá hóf hinn grunaði að ráðast á gangandi vegfarendur af handahófi. Það varð líklega mörgum til bjargar að sendill einn varð vitni að meira
mynd
17. febrúar 2025

Bandaríkin tala - Evrópa stynur

Það deilir enginn um hver hefur frumkvæðið í heimsmálunum núna. Bandarískir ráðamenn láta frá sér yfirlýsingar eða halda ræður og aðrir eru síðan í því að bregðast við. Nú er meira að segja svo komið að kosningar í lykilríkjum Evrópu mótast að einhverju leyti af orðum bandarískra stjórnmálamanna, sem hafa verið við völd í innan við mánuð. Oftast hefur verið nóg að fylgjast með orðum Donalds Trump meira
mynd
7. febrúar 2025

Hvað á að gera við afa sem býr á Gaza?

Margir þekkja heldur ótuktarlegt grínatriði frá spaugurunum í Fóstbræðrum sem hét, Hvað á að gera við afa? Eins og margar fjölskyldur kynnast þá geta komið þau augnablik að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir og grínið hjá Fóstbræðrum gekk að sjálfsögðu út á heldur öfgafulla útgáfu af búsetuúrræðum aldraðra, svo ekki sé meira sagt. Það dregur þó fram að ekki eru kostirnir alltaf augljósir eða meira
mynd
6. febrúar 2025

Sammannlegur skilningur og Trump

Það eina sem menn eru almennilega sammála um í dag er að heimurinn er rækilega klofinn og svo skautaður milli ólíkra sjónarmiða að mannkynið hefur nánast enga sameiginlega fótfestu þegar kemur að þekkingu og skilningi á því sem er að gerast í kringum okkur. Um leið og samfélagsmiðlarnir hafa búið til heima þar sem milljarðar manna mætast daglega virðist sýn og skoðun almennings á því hvað meira
mynd
4. febrúar 2025

Andleg uppsögn og bullstörf

Allt að 17 til 19% þeirra sem eru á vinnumarkaði teljast óvirkir en undir þá skilgreiningu falla þeir sem mæta til vinnu, en reyna að komast upp með að gera sem minnst og láta sig síðan hverfa á slaginu. Sjálfsagt kemur svona tölfræði á óvart en þó er margt sem styður þessar niðurstöður, svo sem sífelld aukning þess að fólk sé frá störfum vegna kulnunar (e. burnout) í starfi. Á móti eru um 34 til meira
mynd
3. febrúar 2025

Lyfseðill Kauphallarinnar stækkar

Nýskráningar í íslensku kauphöllina eru ekki algengar og það vekur alltaf eftirtekt þegar nýtt félag boðar komu sína þangað. Bjarni K. Þorvarðarson, stjórnarformaður og stofnandi lyfjafyrirtækisins Coripharma, greindi frá því í samtali við Viðskipta-Moggann í síðustu viku að stefnt sé að því að skrá Coripharma á markað eigi síðar en árið 2026. Það er ekki nýtt að rætt sé um hugsanlega skráningu meira
mynd
30. janúar 2025

Breytt Bretland í breyttum sakamálaheimi

Allir Íslendingar þekkja til breskra sakamálaþátta enda má segja að þeir séu samofnir sögu Ríkisútvarpsins sem hefur verið duglegt að færa okkur þennan heim sem byggir á sterkri hefð í bókmenntum Breta og felur í sér velheppnaðri aðlögun lista og afþreyingar. Margir breskir lögregluþjónar hafa orðið íslenskir heimilisvinir og um leið hafa áhorfendur notið þess að rýna inn í breskt samfélag sem meira
mynd
29. janúar 2025

Grænlenskt gull í íslenskri kauphöll

Gull er merkilegur málmur, nýtist vissulega til margvíslegra hluta tengt rafleiðni en er fyrst og fremst ávísun á verðmæti. Sannarlega er gull fallegt og orðatiltæki gull og gersemar rammar betur en annað inn sókn eftir verðmætum og glysi. Hægt er að framleiða demanta með iðnaðarferlum en gullið verður aðeins sótt í skaut náttúrunnar. Gull er frumefni og fágætt en um 1.200 tonn af þessum eðalmálmi meira
mynd
27. janúar 2025

Trump stelur athyglinni, aftur og aftur

Það finnst ekki sá pólitíski fréttaskýrandi sem ekki hefur fjallað um Donald Trump, ný­kjör­inn for­seta Banda­ríkj­anna, undanfarna daga. Hann hefur algerlega tekið yfir umræðuna og það var fróðlegt að fylgjast með honum ávarpa ráðstefnuna í Davos talandi á skjá verandi sjálfur í Washington. Ef til eru skuggastjórnendur í heiminum þá eru þeir í Davos, líka þeir sem telja sig meira
mynd
25. janúar 2025

Þekktir sósíalistar: Jean-Jacques Rousseau

Talsverðu púðri hefur verið eytt í að blasa lífi í sósíalíska baráttu á Íslandi síðustu misseri og vegna rausnarskapar skattgreiðenda hafa nokkrir einstaklingar haft lifibrauð af því þó að þorri kjósenda hafi ekki stutt framtakið. Utan um þá baráttu (eða ættum við að segja trúboð) hefur verið smíðaður flokkur sem fékk það mörg atkvæði í síðustu kosningum að hann á rétt á um 120 milljónum króna frá meira
mynd
23. janúar 2025

Pössum banka betur en börn

Það er þyngra en tárum taki að lesa frásagnir af því sem henti börnin á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum. Hátt í fimmtíu börn veiktust þá eftir að þau borðuðu E. coli-mengaðan mat og líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Erfið og langvarandi sjúkdómsdvöl tók við og hætta er á að sum barnanna glími við eftirköst veikindanna um ókomin tíma. Viðar Örn Eðvarðsson meira
mynd
21. janúar 2025

Fyrsti dagur Trumps í embætti

Þá er Donald Trump kominn aftur til starfa sem 47. forseti Bandaríkjanna, nokkuð sem fáir sáu fyrir þegar hann lét af embætti sem sá 45! Hvað svo sem hægt er að segja um Trump þá er ekki annað hægt en að undrast baráttuþrekið, einbeitnina og sigurviljann sem hefur nú fleytt honum aftur í Hvíta húsið, að hluta til í andstöðu við þá sem ráða umræðunni heima og erlendis. Strax eru greinendur og meira