Pistlar:

3. janúar 2025 kl. 13:17

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Íslandsmótið í hagræðingu með frjálsri aðferð

Ný ríkisstjórn hefur bryddað upp á þeim nýmælum að óska eftir hagræðingar- og sparnaðartillögum frá kjósendum landsins nú þegar þeir eru nýbúnir að ganga í gegnum kosningar. Ef marka má fréttir þá rignir tillögum inn í samráðsgátt stjórnvalda þó að sumir kjósendur spyrji eðlilega hvort að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki haft plan þegar þeir gengu til kosninga.aarikisstj

En tökum viljann fyrir verkið og vissulega er hægt að hagræða og lækka kostnað í opinberum rekstri eins og oft hefur verið vikið að hér í pistlum. Undirtektirnar í samráðsgáttinni sýna að landsmenn vilja gjarnan hagræða hjá hinu opinbera en hafa má hugfast að halli ríkissjóðs nemur nú 2% af landsframleiðslu og Ísland verið í efstu sætum útgjalda hin opinbera. Til samanburðar er hann 14% hjá Evrópusambandinu sem sama ríkisstjórn vill nú ganga inn í, væntanlega til að geta kynnt þeim íslenska sparnaðar- og hagræðingarhagstjórn!

160 stofnanir og 60 sveitarfélög

En þegar kemur að hagræðingu má hafa hugfast að það eru næstum 160 stofnanir á Íslandi, flestar litlar og fámennar. Þá eru ótalin opinber hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða lögaðilar sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Sjálfstæðar stjórnsýslunefndir telja svo á sjöunda tuginn.

Þá má minna á að sveitarfélögin í landinu eru rúmlega 60 sem kallar á samsvarandi fjölda bæjarstjóra og bæjarstjórna. Sveitarfélögin hafa stundum sameinast um rekstur slökkviliðs en virðast ekki geta hugsað sér að reka sameiginlega bæjarskrifstofu. Hugsanlega óttast Hafnfirðingar, Garðbæingar eða Kópavogsbúar að glata sjálfstæði sínu við sameiningu! Víða eru augljós tækifæri en á Vestfjörðum eru til að mynda átta sveitarstjórnir og rúmlega 7000 íbúar.

Eitt prósent hagræðing gæti skilað 20 milljörðum

En ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með að hagræða í opinbera rekstrinum erum við að ræða þessar tölur á ársgrundvelli, miðað við rekstur 2023. Ríkissjóður velti 1.407 milljörðum króna og sveitarfélögin 590 milljörðum. Þetta gera næstum 2.000 milljarða króna í rekstur hins opinbera, sé miðað við tölur ársins 2023. Eins prósents hagræðing skilaði sem sagt 20 milljörðum króna á ári, svo dæmi sé tekið.

Þjóðin vill hagræða

Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu, sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingar, tilfærslur og bætur. „Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjölmiðlar flytja nú reglulega uppfærðar fréttir um hve margar tillögur berast inn en innan við sólarhring eftir að samráðsgáttin opnaði voru komnar yfir 1.100 umsagnir. Þjóðin vill hagræða!

Á að miða við hlutfall landsframleiðslu?

Til þessa höfum við vanist því að ríkið taki stöðugt meira til sín af landsframleiðslunni og að opinberum starfsmönnum fjölgi stöðugt. Árið 2023 tók hið opinbera til sín 45,5%, sem var heldur lægra hlutfall en árið áður, þegar hið opinbera tók 46,6%. Þetta stafar þó ekki af því að hið opinbera hafi verið á útgjaldabremsunni, heldur vegna þess að landsframleiðslan óx hratt.

Því má segja að þróunin hafi verið jákvæð, en hlutfallið ískyggilegt, því 45,5% þýðir að nærri önnur hver króna sem verður til í landinu fer til hins opinbera.aasex

Samfylkingin búin að skipta um skoðun?

Þegar svo er komið ætti að vera ástæða til að staldra við, stíga á útgjaldabremsuna og gera allt sem unnt er til að skilja meira eftir í vösum skattgreiðenda. Þetta vissu ríkisstjórnarflokkarnir og tóku þó ekki undir umræðu um hagræðingu í kosningabaráttunni. Rifja má upp að í kosningabæklingi Samfylkingarinnar kom fram að kosningaloforð hans feli „í sér aukin rekstrarútgjöld upp á u.þ.b. 1,75% af vergri landsframleiðslu“.

Þetta eru gríðarleg viðbótarútgjöld fyrir ríkissjóð, nánar tiltekið um það bil 77 milljarðar króna. Það er svo svimandi tala að erfitt er að skilja hana, en til að setja hana í samhengi við heimilisbókhaldið, þá eru þetta 200.000 krónur á mann hér á landi á ári, unga sem aldna, starfandi og ekki. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu þýðir þetta 800.000 krónur að meðaltali á ári. Er það ætlun forsætisráðherra núna að spara fyrir þessum útgjöldum? Er það ekki dálítill umsnúningur á ekki lengri tíma?

mynd
2. janúar 2025

Ruslið eftir partýið!

Það má hafa gaman af því að þegar gengið er um hverfið eftir áramót er það svolítið eins og vígvöllur en út um allt má sjá umbúðir utan af flugeldum sem hafa verið skildir eftir svo að þeir skotglöðu komist aftur sem fyrst inn í hlýjuna. Ruslið eftir partýið bíður því eftir nýju ári en þá eru reyndar allar sorptunnur fullar. Yfirvöld í borginni eru stöðugt að reyna að minna íbúa á að hver og einn meira
mynd
31. desember 2024

Jimmy Carter (1924-2024)

Jimmy Carter er fallinn frá á 101 aldursári. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981. Sem forseti kom hann að ýmsum umbótum, bæði í mennta- og velferðarmálum og má þar nefna að hann stofnaði menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna og jók umfang velferðarkerfisins á margan hátt. Þá kom Carter að nokkrum mikilvægum friðarsamningum og ber þar sérstaklega að nefna Camp meira
mynd
28. desember 2024

Er markaður fyrir allan þennan lax?

Fiskeldi er orðin ein af mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein­um Íslands en út­flutn­ings­verðmæti grein­ar­inn­ar nam um 40 millj­örðum króna árið 2023 eða 4,3% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Horfur eru á að aukningin verði allnokkur á þessu ári og áfram næstu árin. Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu fimm mánuðum ársins meira
mynd
22. desember 2024

Hvers konar borg erum við að fá?

Síðasta áratuginn eða svo hefur verið rekin hörð þéttingastefna hér í Reykjavík. Til að byrja með höfðu margir skilning á þeim markmiðum og forsendum sem þar lágu til grundvallar. Ný hús gátu þétt borgarmyndina og skapað betri nýtingu á þeim innviðum sem voru fyrir. En þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú meira
mynd
20. desember 2024

Hagvöxtur er forsenda velferðar

Það eru örlög Íslendinga að vera nágrannar þeirra þjóða sem hafa það einna best í heiminum. Norðurlandaþjóðirnar skora nánast hæst á öllum þeim samanburðarprófum sem sett eru fram um lífsgæði. Meira að segja þegar hamingja er rædd þá eru þessar þjóðir ofarlega á blaði með hina „þunglyndu“ Finna í efsta sæti. Stjórnin sem var mynduð 2009, í kjölfar bankahrunsins, kaus að skilgreina sig meira
mynd
17. desember 2024

Eykst flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi?

Það er líklega ofrausn að tala um eina sýrlenska þjóð og nánast er ómögulegt á þessari stundu að segja hvort hægt verður að byggja upp ríkisvald sem getur ráðið yfir og friðað það landsvæði sem kallað er Sýrland og styðst við landamæri sem Bretar og Frakkar teiknuðu upp þegar þeir voru að skipta með sér ottómanska heimsveldinu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Bretar og Frakkar voru ekki mikið að meira
mynd
15. desember 2024

Hver vinnur mest og lengst?

Viðskiptaráð birti í vikunni úttekt um sérréttindi opinberra starfsmanna. Sam­kvæmt greiningu þeirra njóta opin­berir starfs­menn sérréttinda sem jafn­gilda um 19% kaup­hækkun miðað við einka­geirann. Styttri vinnuvika vegur þar þyngst og jafngildir 11,1% kauphækkun opinberra starfsmanna að mati Viðskiptaráðs. Úttektin vakti hörð viðbrögð hjá stéttarfélagi opinberra meira
mynd
12. desember 2024

Drepur heimabíóið bíóhúsin?

Það er augljóst að rekstur kvikmyndahúsa hér sem erlendis verður stöðugt erfiðari. Íslendingar voru einu sinni taldir til mestu bíóþjóða heims og það var vinsæl félagsleg athöfn að fara í bíó. Flestir eiga skemmtilegar minningar eftir slíkar ferðir, með vinum og vandamönnum þar sem menn nutu augnabliksins. En nú blasir við að kvikmyndahúsunum hefur fækkað og margir óttast að þeim muni fækka enn meira
mynd
10. desember 2024

Sýrland: Upplausn eða betri tímar?

Það er nokkur kaldhæðni í því að Bashar Hafez al-Assad sé nýjasti flóttamaðurinn frá Sýrlandi eftir að hafa skapað mesta flóttamannavanda seinni tíma. Veldi Assad-fjölskyldunnar er fallið eftir rúmlega hálfrar aldar ógnarstjórn. Glyshallirnar eru nú rændar og heimamenn ganga um með síma sína og mynda það sem fyrir augun ber. Allir undrast íburðinn og óhófið sem ríkti í kringum Assad-fjölskylduna á meira
mynd
8. desember 2024

Bókardómur: Okkar maður í Kísildal

Starfsævi Guðmundar Hafsteinssonar (Gumma) er sannarlega óvenjuleg en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Hér er rakin viðburðaríkur feril Gumma, allt frá því að hann fékk ungur að aldri áhuga á forritun og þar til hann komst til æðstu metorða hjá Google tæknirisanum í Bandaríkjunum. Þetta er um margt eftirtektarverð meira
mynd
6. desember 2024

Blýhúðun Evrópusambandsins

Stundum má heyra þær fullyrðingar úr munni stuðningsmanna Evrópusambandsins að ríki sambandsins tróni í hæstu hæðum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að viðskiptafrelsi. Það er alrangt enda gengur grunnhugsun ESB út á að skapa eitt efnahagssvæði á bak við tollmúra og samræmt regluverk. Ef þú ert ekki inni, ertu úti, er viðkvæðið. Staðreyndin er sú að mjög fá ríki sambandsins komast nálægt efstu meira
mynd
4. desember 2024

Svíþjóð: Á ríkisstyrk í hryðjuverk

Fyrir stuttu varð sá óvenjulegi atburður að sak­sókn­ar­ar í Svíþjóð ákærðu þrjá ein­stak­linga fyr­ir að skipu­leggja hryðju­verk í landinu. Hryðjuverkin áttu meðal annars að bein­ast gegn gyðing­um í Svíþjóð. Þre­menn­ing­arn­ir eru einnig ákærðir fyr­ir að tengj­ast Ríki íslams, sem Sví­ar skil­greina sem meira
mynd
3. desember 2024

Arfleifð Pírata - upphafið

„Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál,“ skrifaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í síðasta pistli sínum fyrir kosningar. Þetta endurtók hún þegar kosningaúrslitin lágu fyrir en hún sagði að meira
mynd
30. nóvember 2024

Óþarfi Íslendingurinn og gerendur sögunnar

Ein af mörgum aðferðum til að greina kosningabaráttu hvers tíma getur falist í að horfa til framtíðar með fortíðina í farteskinu. Allir stjórnmálaflokkar reyna að sannfæra kjósendur sína um að þeir hafi betri og skynsamlegri lausnir á því sem bíður okkar næstu vikur, mánuði og ár. Um leið eru stjórnmálaflokkarnir að nokkru leyti bundnir af arfleifð þjóðarinnar hvort sem hún birtist í menningu eða meira
mynd
27. nóvember 2024

ESB og stefnumót við óvissuna

Það er hugsanlega eitt af undrum kosningabaráttunnar að þeir tveir flokkar sem hafa aðild að Evrópusambandinu í stefnu sinni tala einna minnst um hana. Getur verið að þeir hafi misst trúna á þessu baráttumáli sínu eða telja þeir einfaldlega að Evrópusambandið sé ekki góð söluvara núna nokkrum dögum fyrir kosningar? Hugsanlega er það reyndin og segja má að fylgi Samfylkingarinnar hafi tekið að meira
mynd
26. nóvember 2024

Börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu

Einhver mesta breyting sem hefur orðið á íslensku samfélagi síðustu tvo áratugi er annars vegar fjölgun fólks af erlendum uppruna hér á landi og síðan gríðarleg ásókn hælisleitenda inn í landið. Eðlilega hefur þetta komið róti á marga og haft áhrif á þjóðmálaumræðuna. Lengi vel voru þessi mál hálfgert tabú og margir sjálfskipaðir umræðustjórar landsins reyndu að fela tölfræði og upplýsingar á bak meira
mynd
25. nóvember 2024

Auðlegðarskattur kostaði norska ríkið mikla fjármuni

Árið 2022 hækkaði norska ríkisstjórnin auðlegðarskatt upp í 1,1% og birti um leið áætlanir um að hann myndi skila sem svaraði 146 milljónum dollara í viðbótarskatttekjur. Reyndin var sú að einstaklingar sem áttu eignir upp á nettóvirði um 54 milljarða dala tóku sig upp og fluttu fóru úr landi. Það leiddi til 594 milljóna tapaðra skatttekna. Raunlækkun nam því 448 milljónum dala. Stjórnarskipti meira
mynd
22. nóvember 2024

Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni

Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag viðkomandi ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið. Stjórnarskráin er því grunnrit og nokkurskonar sáttmáli meira
mynd
20. nóvember 2024

Ólafur Ragnar afhjúpar vanhæfi Jóhönnu-stjórnarinnar

Stundum mætti halda að það eina sem ekki hefur afleiðingar í íslenskum stjórnmálum sé vanhæfni. Í stuttu máli má segja að það að taka ákvörðun sem kostar skattgreiðendur 100 milljarða hafi minni afleiðingar en að skila inn röngum reikningi upp á 10 þúsund krónur. Þetta kemur upp í hugann þegar ný bók eftir fyrrverandi forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, er lesin en hún fjallar að stærstum hluta meira