Pistlar:

26. september 2024 kl. 20:34

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Kattasmölun og hundaát í forsetakosningum

„Það er krefjandi að leiða alla demókrata saman. Við sögðum í Albany að þetta væri eins og að smala köttum,“ sagði Eric Adams borgarstjóri New York-borgar við flokkssystkini sín í Demókrataflokknum í upphafi kosningabaráttu Kamala Harris og varaforsetaefnis hennar, Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Við Íslendingar þekkjum vel söguna af erfiðleikum Jóhönnu Sigurðardóttur við að smala köttum á vinstri vængnum en þegar borgarstjóri New York-borgar lét þessi orð falla var fjöldi demókrata í New York samankominn í Harlem. Þar var Eric Adams á heimavelli sem gamall lögreglustjóri í borginni. Adams ákvað að halda þessari myndlíkingu úr dýraríkinu áfram og bætti við: „En við vitum öll að þessir kettir, jú, við eigum eina rottu. Og það snýst um að vinna baráttuna um Hvíta húsið.“aa

Allir skildu hver rottan var eða ættum við að segja að það sé sjálfur refurinn í hænsnakofanum, ólíkindatólið Donald Trump? Einhverjum þótti sem Eric Adams væri að reka þarna slyðruorðið af sér en hann var talinn tregur við að gagnrýna Donald Trump sem dugar alveg til að setja af stað vangaveltur í hinum taugaveiklaða heimi stjórnmálanna. Það er reyndar ekki með öllu rétt, því ekki er langt síðan Adams sagði að hið alræmda Rikers Island-fangelsi í borginni yrði „tilbúið“ fyrir Trump ef hann yrði dæmdur í fangelsi.

Hvor verður á undan í fangelsið?

Borgarstjórinn hefur sagt Trump mann sundrunar og hefur kennt „Trump repúblikönum“ um að hafa ekki stutt við víðtækar umbætur í innflytjendamálum. Adams hefur einnig oft gagnrýnt Trump úr sæti borgarstjóra. En einhverra hluta vegna er sagt að Eric Adams sé á skjön við vinstri væng Demókrataflokksins og flokkurinn hefur svo sem mörg herbergi. Adams var meira að segja einu sinni skráður sem repúblikani, sjálfsagt á þeim tíma þegar Donald Trump var demókrati! Reyndar hefur Donald Trump borið blak af Adams í fyrri vandræðum hans en fyrir rúmu ári komu fram ásakanir á hendur honum fyrir ósæmilega kynferðislega hegðun sem átti sér stað 1993. Trump tók það sem dæmi um misnotkun laganna.

En nú er Eric Adams kominn í mikil vandræði. Svo mjög að honum er líkt við annan skrautlegan borgarstjóra úr röðum demókrata, sjálfan Marion Barry, fyrrverandi borgarstjóra í Washington, sem afrekaði að vera sviptur embætti og dæmdur í fangelsi á níunda áratug síðustu aldar. Sagt var að partýin hans væru svo villt að meira að segja lögreglan treysti sér ekki til að hafa afskipti af þeim.

Adams var kosinn 110 borgarstjóri New York fyrir þremur árum, meðal annars út á loforð um að berjast gegn glæpum. Nú er hins vegar búið að birta honum ákæru og honum gefið að sök alls konar sviksamleg athæfi, meðal annars tengt lóðabraski og óeðlilegri fjármögnun kosninga. Engin leið er að segja hvernig það endar en sumir spyrja sig hvort hann verði á undan Trump í fangelsið á Rikers-eyju.

Ríkisútvarpið sagði í frétt sinni að „ótal spillingarmál hafa komið upp í tengslum við Adams og bandamenn hans síðustu vikur og mánuði þar sem lögregla hefur meðal annars lagt hald á síma lögreglustjóra borgarinnar, varaborgarstjórans, yfirmanns skólamála og annarra.“ Fullyrt er að margir úr þessum hópi hafi þegar sagt af sér.aaa

Gæludýraát í Springfield

En aftur að köttum, og reyndar einnig hundum. Í forsetakappræðunum á ABC-sjónvarpsstöðinni fyrr í mánuðinum sagði Trump: „Í Springfield eru þeir að borða hundana. Fólkið sem kom inn, það er að borða kettina. Þeir eru að borða - þeir eru að borða gæludýr fólksins sem býr þar.“ Sem gefur að skilja vöktu ummælin mikla athygli en með þessu var Trump að benda á þann mikla fjölda innflytjenda sem hefur nánast tekið yfir þennan 58 þúsund manna bæ sem er staðsettur milli Columbus og Dayton í Ohio sem er þekkt sveifluríki. Reyndar svo mjög að frá árinu 1980 og fram til síðustu kosninga höfðu atkvæði í Ohio undantekningalaust fallið með sigurvegara forsetakosninganna. Eða allt þar til Joe Biden vann Trump.

Ohio er því mikilvægt í forsetakosningunum og nú hafa ríflega 15 til 20 þúsund innflytjendur frá Haiti hreiðrað um sig í þessum litla bæ í Springfield og horfur á að margir þeirra geti kosið. Athygli hefur vakið að innflytjendum hefur gengið greiðlega að fá ökuskírteini og hefur það verið tengt vilja demókrata til þess að gera þeim kleift að kjósa. Það sjá allir að atkvæðamagn innflytjendanna getur haft talsverð áhrif þegar svona mjótt er á munum. Því er jafnvel haldið fram að það sé í raun það sem Trump vildi draga fram með ummælum sínum.

Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið

Það er fróðlegt að lesa hvernig fjölmiðlar brugðust við ummælum Trumps um ætlað gæludýraát í Springfield. Hafa má í huga að margir fjölmiðlar settu upp „staðreyndavakt“ á ummælum Trumps og dagblaðið Washington Post fullyrti að það hefði talið hvorki fleiri né færri en 30.573 rangfærslur í forsetatíð hans. Allir vita að svokallaðir meginstraumsmiðlar eru ekki elskir að Trump sem hefur frá upphafi stjórnmálaferils síns tekist á við hliðvarðahlutverk þeirra. Ritstjórn Washington Post neyddist síðar til að draga til baka og biðjast afsökunar á ýmsum fullyrðingum um Trump. Í þessu stríði var sannleikurinn líklega fyrsta fórnarlambið.aa

Umfjöllunin um Trump var mjög keimlík og flestir fjölmiðlar töldu sig eiga auðvelt með að sýna fram á að ummælin stæðust ekki. Flestir létu sér nægja að spyrja yfirvöld í Springfield sem svöruðu því til að engar skráðar upplýsingar væru til um gæludýraát. Félagslega meðvitaðir fjölmiðlar eins og breska blaðið Guardian fóru á stúfana og fengu félagsfræðinga í lið með sér til að sýna fram á að slík ummæli um undarlegt mataræði væru dæmigerð kúgunartæki og hefðu verið iðkuð öldum saman. Ýmsir sérfræðingar hafa tekið til máls af líku tilefni en hugsanlega ætlaði Trump sér annað með ummælum sínum.

X fyrir gæludýraát

Á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) fer fram allt öðruvísi umræða. Þar er póstað myndskeiðum af áti hunda og katta og í sumum tilfellum er því haldið fram að það sé frá Springfield. Pistlaskrifari man reyndar eftir stuttu myndskeiði frá Ítalíu þar sem reið kona talar yfir hausamótunum á innflytjanda frá einhverju Afríkuríki sem er að grilla dýr torkennilegrar tegundar í almenningsgarði. Konan telur augljóslega að gæludýr séu á matseðlinum. Þá hafa sjálfstætt starfandi fréttamiðlarar og bloggarar, sem eru fjölmargir í Bandaríkjunum, hafið eigin rannsóknir og sumir dregið annað fram en kemur fram í yfirlýsingu yfirvalda í Springfield. Í það minnsta er undirliggjandi talsverð óánægja með hve fjölgun innflytjenda er mikil enda leggur það augljóslega mikið álag á samfélagið.

Til að flækja atburðarásina enn frekar eru umræður á X um að Eric Adams hafi ekki komist í vandræði fyrr en hann hafi farið að efast um innflytjendastefnu demókrata. Það skyldi þó ekki vera, að hann sé meiri rasisti en Trump?

mynd
25. september 2024

Sænskar glæpaklíkur gera strandhögg

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra upplýsti fyrir stuttu að sænsk­ir glæpa­hóp­ar hefðu verið send­ir gagn­gert til Íslands til að fremja af­brot. Þar var dómsmálaráðherra að vísa til atviks þegar kveikt var í bíl lög­reglu­manns fyr­ir utan heim­ili hans í ág­úst á síðasta ári. Það atvik fól í sér ákveðna stigmögnun meira
mynd
23. september 2024

Uppljóstrarar og gervigreind

Áhyggjur af hugsanlegum skaða vegna gervigreindar hafa verið til staðar í áratugi en velgengni gervigreindarinnar síðustu ár hefur að sumu leyti aukið þann ótta og skilið eftir spurningar um hvernig eigi að takast á við þau tækifæri og þær ógnanir sem fylgja tækniframförum sem þessum. Þó að gervigreindarfyrirtækin hafi opinberlega heitið að þróa tæknina á öruggan hátt, hafa vísindamenn og einstaka meira
mynd
21. september 2024

Að lokinni sjávarútvegssýningu

Í gær átti ég þess kost að fara á sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Smáralind í Kópavogi. Það er alltaf fróðlegt að fara á sjávarútvegssýningar og sjá hvað menn hafa fram að færa í nýjustu tækni og búnaði. Sýningin var vel heppnuð og margt að sjá sem vekur forvitni enda mörg fyrirtæki að kynna vörur sínar. Að þessu sinni var ég með gest með mér, mann frá Filippseyjum, sem meðal annars hefur meira
mynd
18. september 2024

Af hverju styðja Íslendingar eingöngu demókrata?

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mældist Kamala Harris, frambjóðandi Demókrataflokksins, með 91% fylgi meðal Íslendinga. Mótframbjóðandi hennar, Donald Trump, mælist aðeins með 9% fylgi. Fleiri konur en karlar styðja Harris en hvorki fleiri né færri en 96% íslenskra kvenna segjast myndu kjósa Harris en 85% karla. Þetta er í takt við aðrar slíkar kannanir á afstöðu íslenskra kjósenda til bandarískra meira
mynd
17. september 2024

Valdamesti maður hins ófrjálsa heims

Eftir nokkrar vikur verða forsetakosningar í Bandaríkjunum þar sem valdamesti maður hins frjálsa heims verður kosinn. En hver skyldi vera valdamesti maður hins ófrjálsa heims? Þar er eðlilegt að stoppa fyrst við Xi Jinping, leiðtoga Kínverska kommúnistaflokksins. Alla jafna er hann ekki mikið í fréttum og eins og hefur verið bent á hér áður í pistlum þá er helsti kosturinn við Kína fyrir meira
mynd
16. september 2024

Öryggishætta samfara gervigreind

Mótun og framþróun gervigreindar fellur ekki undir öryggismat íslenskra stjórnvalda. Það á ekki við um önnur lönd og í mars síðastliðnum kom út skýrsla á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins sem dregur upp heldur hrollvekjandi mynd af þeirri þjóðaröryggisáhættu sem stafar af örri þróun gervigreindar. Í skýrslunni er varað við því að tíminn sé að renna út fyrir alríkisstjórnina ef eigi að meira
mynd
12. september 2024

Dragi-skýrslan afhjúpar veikleika ESB

Í byrjun vikunnar kynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, nýja skýrslu sem samin var undir forystu Mario Draghi, sem er hagfræðingur, bankamaður en þó mest um vert, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Á yfir 400 síðum gerir Dragi tilraun til að greina styrkleika og veikleika Evrópu í alþjóðlegri samkeppni, þó sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Óhætt er að segja að meira
mynd
11. september 2024

Gervigreind og dómsdagssinnar

Það er auðvelt að hrífast af framþróun gervigreindarinnar. Nú þegar hefur hún haft gríðarleg áhrif og flestir átta sig á að við erum rétt á árdögum getu hennar. En hvernig getur hún þróast og hvaða áhrif mun hún hafa? Sem gefur að skilja eru menn ekki á eitt sáttir um það en segja má að afstaða manna skiptist í tvö horn, einhvers konar framfarasinna og síðan efasemdamenn, jafnvel dómsdagssinna. meira
mynd
9. september 2024

Sumarauki í Kaupmannahöfn

Jónshús í Kaupmannahöfn verður bráðlega miðpunktur í heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til Danmerkur. Eins og hefðin segir til um er fyrsta heimsókn nýs forseta til Danmerkur, svona sem áminning um sterk og söguleg tengsl landanna. Svo vill til að þessi heimsókn verður einnig fyrsta opinbera þjóðhöfðingjamóttaka Friðriks tíunda sem varð konungur í Danmörku í byrjun árs þegar móðir hans meira
mynd
3. september 2024

Loðnubresturinn litar uppgjörin

Það er ekki víst að allir átti sig á því að það var engin loðnuvertíð í ár. Satt best að segja var enginn héraðsbrestur og sá vandi sem fylgir loðnubresti lenti ekki á borði stjórnvalda og kallaði ekki á sértækar aðgerðir, styrki til byggðalaga eða fyrirtækja eins og átti sér stað fyrir tíma kvótakerfisins. Með kvótakerfinu má segja að það sé búið að útvista áhyggjum af loðnubresti. Hann kemur að meira
mynd
2. september 2024

Leikir, listir og erlent vinnuafl

Þegar fréttir berast af vinnuslysi gera flestir ráð fyrir því að þar sé um erlendan starfsmann að ræða. Þannig er Ísland í dag, stór hluti erfiðisvinnustarfa hér á landi er unninn af erlendum starfsmönnum sem hingað koma tímabundið. Flestir sem hafa þurft að kaupa sér vinnu iðnaðarmanna þekkja þetta, stundum er samið við íslenskan fagmann en verkin síðan unnin af útlendingum. Íslensk bygginga- og meira
mynd
29. ágúst 2024

Stjórnleysi, íslam og Sómalía

Í reynd er hægt að segja að í nokkrum ríkjum Austur-Afríku sé langvarandi mannúðarkrísa sem engan endir sér á. Þar má fyrst nefna lönd eins og Súdan, Suður-Súdan og Sómalíu en vandamál þessara ríkja smitast yfir landamærin til nágrannaríkjanna. Í reynd hefur aldrei tekist að byggja upp vísi að stjórnkerfi í þessum löndum eða innleiða þau lýðræðislegu eða stjórnskipulegu tæki sem þarf til að meira
mynd
27. ágúst 2024

Gullhúðað íslenskt eftirlitsþjóðfélag

Nú þegar landsmenn eru að meta orsakir slyssins í íshellinum í Breiðamerkurjökli um helgina horfa margir til þess hvernig koma eigi í veg fyrir að slíkt gerist. Sýndu ferðaþjónustuaðilar gáleysi eins og lesa má úr orðum vísindamanna? Og ef svo er, hvernig er hægt að koma í veg fyrir að fólk sé sett í hættu því tæpast er hægt að ætlast til að ferðamenn geti metið áhættuna. Þarf eftirlit til þess meira
mynd
26. ágúst 2024

Martröð vegtolla skellur á höfuðborgina

Um 63% íbúafjölda landsins bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, í samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733 manns. Þar af um 140 þúsund í Reykjavík. Segja má að hvorki höfuðborgarsvæðið né Reykjavík sé nógu stórt til að ráðast í varanlegar samgöngubætur eins og jarðlestakerfi en svæðið er eigi að síður það stórt að samgöngur verður að leysa með miðstýrðum hætti í meira
mynd
23. ágúst 2024

Um hvað er barist í Bandaríkjunum?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það verður kosið í Bandaríkjunum í haust og leiðtogi hins frjálsa heims valinn, svo vitnað sé til vinsællar klisju. Bandaríkin eru mikið land, það þriðja stærsta að flatarmáli og mannfjölda. Þar búa nú um 340 milljónir manna í ríkasta hagkerfi heims. Við höfum vanist fullyrðingunni um að allt sé stórt í Ameríku og það á sannarlega við. Bandaríkin eru meira
mynd
22. ágúst 2024

Menningarkristni í trúlausum heimi

Stjörnufræðingar sjá lengra en aðrir inn í framtíðina og hafa spáð því að Vetrarbrautin okkar og Andrómeduvetrarbrautin muni lenda í árekstri eftir svo sem fjóra milljarða ára! Þetta verður sjónarspil því þegar vetrarbrautirnar renna saman munu þær að öllum líkindum mynda stóra vetrarbraut í laginu eins og egg eða kúla. Á Stjörnufræðivefnum er okkur sagt að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur meira
mynd
20. ágúst 2024

Tyrkjaránið og saga þrælahalds

Í hvert skipti sem Vestmannaeyjar eru heimsóttar rifjast Tyrkjaránið óhjákvæmilega upp. Atburðurinn hafði slík áhrif á íslenskt samfélag að sagt er að landsmenn hafi beðið almættið um vernd frá ránsmönnum næstu hundrað árin á eftir. Tyrkjaránið og Eyjagosið 1973 eru tveir stærstu atburðirnir í sögu Vestmannaeyja og bærinn gerir margt til að halda þessari sögu á lofti. Nýir atburðir í meira
mynd
18. ágúst 2024

Alvotech á flug?

Í tilkynningu sem lyfjaþróunarfélagið Alvotech sendi frá sér fyrir helgi kom fram að félagið skilaði mettekjum og metframlegð á öðrum ársfjórðungi og á fyrri helmingi ársins. Viðbrögð fjárfesta voru mjög jákvæð og bréf félagsins hækkuðu mikið og ekki er laust við að vellíðunarstuna hafi farið um íslenskan fjárfestaheiminn vegna afkomunnar. Svo virðist sem þetta verðmætasta félag íslensku meira
mynd
15. ágúst 2024

Er eitthvað vit í hlutabréfum?

Hvernig á að horfa á hlutabréfamarkaðinn íslenska sem er alltaf svolítið eins og hann sé rétt að slíta barnsskónum? Varla er hægt að segja að hann sé búinn að jafna sig eftir bankahrunið fyrir ríflega 15 árum, já fjárfestar geta verið langminnugir. Eða ekki! Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi var undir miklum þrýstingi árið 2023, og lækkaði um um 7% vegna efnahagslegra áskorana og aukins vaxtaálags. meira