c

Pistlar:

18. febrúar 2022 kl. 15:31

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

Ritstjóri reiknar

Meðfylgjandi myndir eru úrklippur úr Fréttablaðinu í gær, 17. febrúar 2022. Ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, bregður undir sig reiknistokknum og telur sig finna hve mikið sjávarútvegurinn getur borgað í auðlindagjald. Þannig finnur hann út á einu augabragði að það er hægt að greiða 36 milljarðar króna í auðlindagjald á ári og það sé aðeins  3% af þeim auðæfum sem verða til í sjávarútvegi á hverju ári.

SigmErnir1

Þetta finnur hann út frá þeirri „staðhæfingu“ að tólf hundruð milljarða króna verðmæti verði til á hverju ári í íslenskri lögsögu. Tólf hundruð milljarðar segir hann og skrifar. Skoðum þessa tölu í samhengi við annað. Heildar útflutningsverðmæti Íslands árið 2020 var tíu hundruð milljarðar samkvæmt Hagstofunni. Eða skrifað á annan átt kr. 1.200.000.000.000,- (12x1011) verðmætaaukning sjávarútvegs en heildarútflutningsverðmæti allrar framleiðslu landsins  árið 2020 var kr. 1.006.000.000.000,- (10x1011). Þetta sjá allir heilvita menn að gengur SigmErnir2ekki upp hjá Sigmundi Erni.

Hið rétta er að heildaraflaverðmæti íslenska skipaflotans 2021 var 148 milljarðar króna (1,5 x 1011) sem töluvert lægri en talan sem ritstjórinn vinnur út frá. Að auki vita allir skynsamir menn að heildartekjur er ekki það sama og hagnaður. Af aflaverðmæti eru greidd laun, olía, veiðarfæri og annar kostnaður.

Þegar ritstjóri þessa víðlesna blað leyfir sér að setja fram slíka vitleysu má alveg spyrja sig hvernig venjulegt fólk eigi að geta  fótað sig í umræðu um sjávarútveginn.