Pistlar:

23. febrúar 2023 kl. 20:25

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Heimildin étur upp spuna úr Landsvirkjun

Á dauða mínum átti ég von frekar en því símtali sem ég fékk í dag frá Helga Seljan sem kynnti sig sem blaðamann á Heimildinni. Samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er þessi fjölmiðill ekki til. Allavega ekki lögformlega skráður.

Helgi tjáði mér það að hann hefði upplýsingar frá Landsvirkjun að ég hefði þegið laun frá annaðhvort almannatengla fyrirtæki eða Norðuráli fyrir að skrifa blaðagreinar um orkumál á árum áður.  Hvorugt er rétt.
landsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar hefur áður opinberlega haldið þessu fram og ég þá líkt og nú á ekki annan kost en að mótmæla dylgjum hans.

Ég hafði þá eins og ég hef núna af því verulegar áhyggjur að stjórnun Landsvirkjunar.  Fyrirtækinu hefur algerlega mistekist að tryggja hér orkuöryggi landsmanna til lengri tíma. það má best sjá með því að forstjórinn telur að orkuframleiðslan í núverandi mynd sé nánast fullnýtt. Framþróun í atvinnumálum landsins byggir á því að hér sé orka til staðar hvort sem er til orkuskipta eða nýsköpunar í atvinnulífinu.

Það er athyglisvert í samhengi atburða dagsins að nú eru u.þ.b. 2 vikur síðan tilkynnt var að Þóra Arnórsdóttir hafi verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Forstjórinn hefur sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að nýta hana og samverkamenn hennar frá RÚV tímanum til að ata auri einstakling sem opinberlega hefur gagnrýnt störf hans. Allt ávirðingar sem engar sannanir eru fyrir. Vinir Þóru og samsakborningar sem nú starfa hjá óskráða miðlinum Heimildin hafa af slíkum verkefnum talsverða reynslu.

Í hlekk hér að neðan er að finna í greinasafni Morgunblaðsins svargrein mína við ávirðingum forstjóra Landsvirkjunar frá desember 2015.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1579128/?item_num=84&searchid=cbaebe421d93f504c80fe6ed881f6026c51b5c88

mynd
8. desember 2022

Vantar langtímastefnu

Fræðimenn eru heilt yfir sammála um að fyrirtæki þurfi sífellt að taka breytingum annars er hætt við að þau verði undir í samkeppni. Árangur fyrirtækja byggir einnig á hæfni stjórnenda í að horfa til framtíðar, marka sér stefnu og hvetja starfsmenn til að ná settu marki. Það eru því fyrirtæki sem marka sér stefnu til lengri tíma og skynja mikilvægi hennar og endurskoða hana reglulega sem ná meira
mynd
28. nóvember 2022

Fullvinnsla eða útflutningur hráefnis?

Þegar við Íslendingar tökumst á um málefni þá lendum við ótrúlega oft í átökum um afmarkaða kima og við gleymum að horfa á stóru myndina. Stóra myndin í þessu samhengi er hvernig sköpum við nægileg verðmæti til þess að standa undir velferð okkar.  Í umræðum um sjávarútveg og veiðar hættir okkur til að rífast um það hverjir fá að veiða þá sporða sem í boði eru hvert fiskveiðiár. Í stað þess að meira
mynd
16. nóvember 2022

Orðspor

Gróa á Leiti hefur alltaf verið stór hluti af íslenskri þjóðarsál og fljótt flýgur fiskisaga segir máltækið.  Margir, af ýmsum tilefnum, hafa komið fram í opinberri umræðu síðustu daga talandi digurbarkalega um orðspor einstaklinga, atvinnugreina og jafnvel landa.   Atvikið sem kveikti áhuga minn á því að skoða þetta betur varð á Alþingi okkar íslendinga Þegar háttvirtur meira
mynd
3. nóvember 2022

Við þurfum að læra af öðrum!

Ræða Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja á sjávarútvegsdeginum hefur verið mér nokkuð hugleikin. Sérstaklega orð hans um að ferskur fiskur frá Íslandi sé nánast horfin úr hillum stórmarkaða. Og einnig sú staðreynd að stórfyrirtækið TESCO ákvað á einni nóttu að breyta vöruframboði sínu þannig að ferskur fiskur var tekinn úr hillum og þiðnuðum fiski komið fyrir í staðinn. Sú var tíðin að meira
27. október 2022

Erum við að fljóta sofandi......?

Á sjávarútvegsdeginum sem haldin var 25. október síðastliðin flutti forstjóri Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson afar áhugavert erindi þar sem hann varpaði ljósi á ýmsar þær áskoranir sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir á næstu misserum.  Í máli forstjórans komu m.a. fram eftirfarandi upplýsingar. Verð á eldislaxi er allt að þrefalt hærra en villtum íslenskum þorski. Hillupláss meira
30. mars 2020

Að sjálfsögðu á að leyfa netsölu á áfengi!

Nú get ég ekki lengur orða bundist. Mér finnst algerlega ósæmandi að samtök sem kalla sig „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum“ geti vaðið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með rangar fullyrðingar og sleggjudóma án þess að færa rök fyrir máli sínu. Svo hart er gengið fram í vitleysunni að minnir um mjög á pólitísk áróðurssamtök þar sem engu skal vært til þess að koma höggi á meira
1. ágúst 2019

Sæstrengssviðmyndir

Ég verð að viðurkenna að ég óttast það tak sem Evrópusambandið nær á auðlindum okkar ef svokallaður Orkupakki 3 verður samþykktur á Alþingi á næstu vikum. Ef Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann þá er þjóðin skuldbundin til að fylgja öllum reglum hans. Annað væri brot á EES samningnum.  Í síðasta pistli mínum lofaði ég að draga upp sviðsmyndir sem sýna fram á undir hvernig aðstæðum þjóðin meira
25. júní 2019

Það er framsýni og sjálfbærni falin í því að segja NEI

Ég er einn af þeim sem hef sett mig upp á móti því að Alþingi samþykki svokallaðan Orkupakka 3. Ég hef ekki séð nein þau rök með þessu máli að ég telji að hægt sé að réttlæta þetta evrópska regluverk. Ég tel mig þó ekki vera sérstakan talsmann einangrunar og þjóðrembu eins og þeir sem aðhyllast samþykkt þessa sama orkupakka telja sig geta alhæft um.  Þeir sem hafa vondan málstað að verja og meira
16. maí 2019

Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?

Mikil átök hafa verið um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem Alþingi er með til umfjöllunar þessa dagana. Átökin hverfast um lögfræðileg álitaefni að mestu, en gallinn við þessa umræðu er að hún er einsleit og átakafletir hafa snúist um hvort lögfræðilegir fyrirvarar sem fylgjendur innleiðingar vilja festa með þingsályktun haldi gagnvart Evrópusambandinu. Ég ætla í nokkrum línum að horfa á meira
9. apríl 2019

Af tröllasögum og heimóttarskap

Þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson geystist fram á ritvöllinn með stuttri og snarpri grein í Fréttablaðinu í dag þriðjudaginn 9. apríl þar sem hann lymskulega kallar þá sem mótfallnir eru því að svokallaður orkupakki 3 sem nú er til umræðu á Alþingi verði samþykktur, einangrunarsinna með tröllasögur og heimóttarskap.  Í stað þess að ræða málið með rökum skal ráðast á meira
28. maí 2018

Það er þörf á að skipta upp Landsvirkjun!

Í aðsendri grein sem forstjóri Landvirkjunar ritar og birtist í Viðskiptablaðinu 25. maí síðastliðinn og nefnist „Um samkeppni á raforkumörkuðum“ reynir forstjórinn enn á ný að selja þjóðinni þá hugmynd að hlutverk Landsvirkjunar sé að safna peningum í nokkurskonar varasjóð ríkisins og fela alþingismönnum landsins að fara með það fé. Þjóðin hefur aldrei samþykkt þessa ráðstöfun og ekki meira
8. maí 2018

Hlýðin þjóð í vanda

Íslendingar hafa ekki talið sig hlýðna þjóða, að minnsta kosti ekki frá 1918, þegar þjóðin braust undan valdi hins dansks embættisvalds. Það skref hefur þó verið stigið til lítils, ef hið íslenska embættisvald ætlar að færa okkur undir skrifræðið í Brussel með síendurteknu minni háttar valdaafsali upp í eitt stórt. Burtséð frá fyrstu samningunum milli EFTA og ESB hafa orkulögin frá 2003 meira
5. apríl 2018

Auglýsingar og áfengi

Enn á ný er áfengið komið á dagskrá. Helst vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem ályktað hefur að rétt sé að afnema bann á áfengisauglýsingar. Höfundur þessa pistils hefur lengi haft áhuga á þessu efni sem sérfræðingur í markaðsmálum og kynnt sér það vel, m.a. með því að viða að sér þeim vísindagreinum sem ritaðar hafa verið um málefnið og birtar hafa verið í ritrýndum meira
4. mars 2018

Stóru vörumerkin skera niður stafrænar birtingar

Nokkuð merkileg þróun hefur verið að eiga sér stað hjá leiðandi vörumerkjum á neytendamarkaði eins og Procter & Gamble og Unilever, þetta eru jú þau vörumerki sem bera höfuð og herðar yfir önnur í flokknum CPG (Consumer Packaged Goods).  Þessir aðilar eru markvisst að lækka þær upphæðir sem notaðar eru í birtingar á stafrænum miðlum. Ástæðan er að athuganir þeirra og mælingar sýna að meira
28. febrúar 2018

Markaðsmál í ljósi nýrra persónuverndarlaga

Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf en löggjöfin mun taka gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu. Vernd persónuupplýsinga er talinn hluti af EES-samningnum og mun löggjöfin því verða tekin upp í íslensku réttarfari. Rétt er þó að taka fram að löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi meira
7. febrúar 2018

Ofurskálin

Auglýsing Dodge RAM sem sýnd var í frægasta auglýsingatíma heimsins, á sýningartíma Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum, hefur vakið nokkra eftirtekt landsmanna. Þar mátti sjá íslenska víkinga og íslenskt landslag í skemmtilegri framsetningu leikstjórans Joe Pytka. Vörpulegir íslenskir leikarar, íslensk náttúra og víkingaskip.    Margir hafa eðlilega velt fyrir sér hverju þetta skilar. Eða meira
7. september 2017

Um hugsanaskekkju og markaðslegt hugrekki

Ég rakst á grein í Fréttablaðinu í morgun frá framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts sem ég sem markaðsmaður og áhugamaður um markaðsmál hef verið hugsi yfir. Greinin er gott dæmi um hugsanaskekkju varðandi markaðsmál sem virðist nokkuð algeng og maður sér reglulega í viðtölum við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu.  Vandamál sauðfjárbænda eru flestum sem fylgjast með fréttum og þjóðmálum kunn meira
18. ágúst 2017

Samkeppnin á olíumarkaði

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn selur Costco sjötta hvern dropa af bensíni sem seldur er á landinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að hlutdeild heildsölurisans sé með rúmlega 15% á höfðuðborgarsvæðinu. Ljóst er að afkoma olíufélaganna mun að einhverju leiti taka mið af þessari hlutdeildartilfærslu þegar næsta uppgjör verður birt.   Ég eins og eflaust margir meira
7. júlí 2017

Karllæg samgöngustefna Samfylkingar

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ritar í Fréttablaðið pistil í vikunni sem hún kallar „Einokun einkabílsins“. Í þessum pistli heldur Eva því fram að umræður um almenningssamgöngur hafi færst í hægri og vinstri dilka þannig að þeir sem teljast vera með stjórnmálaskoðanir til hægri, telji sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. Eva skrifar einnig: meira
Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Meira

Myndasyrpur