„Við erum að fara að sjá þennan mann stjórna miðjunni hjá Chelsea næstu tíu árin ef allt er eðlilegt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.
Þar átti hann við Moisés Caicedo, sem fagnaði á dögunum 23 ára afmæli sínu og var besti maður vallarins í 1:1-jafntefli Chelsea gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag.
„Eins og við myndum segja á Englandi: „By a country mile.“ Hann var allsráðandi og kórónar sinn leik með þessu frábæra marki,“ sagði Eiður Smári er þáttarstjórnandinn Hörður Magnússon spurði hann hvort Caicedo hafi verið maður leiksins.
Umræðu þeirra ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur um Caicedo, Roméo Lavia og Enzo Fernández má sjá í spilaranum hér að ofan.