mbl | sjónvarp

Segir ákveðin rök hníga að því að fresta landsfundi

INNLENT  | 27. desember | 21:01 
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir rök fyrir því að fresta landsfundi sem fyrirætlaður er í lok febrúar. Ákvörðun liggi þó ekki fyrir og að ekki skipti öllu hvort fundur verði haldinn í vor eða haust.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákveðin rök hníga að því að fresta landsfundi sem fyrirætlaður er í lok febrúar þótt það skipti ekki höfuðmáli fyrir flokkinn hvort hann verði haldinn í vor eða haust. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um sína pólitísku framtíð.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Bjarna á vettvangi Spursmála.

 

Mikilvægt að ljúka samtalinu

Hann segir mikilvægt að ljúka samtalinu um það hvort landsfundur verði haldinn í lok febrúar eða á komandi hausti. Hins vegar skipti það ekki stóru máli fyrir flokkinn sjálfan hvort hann verði haldin í vor eða í haust.

Bjarni segir flokkinn hafa unnið varnarsigur í kosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Nú sé tækifæri til þess að byggja flokkinn upp.

Hann hefur ekki tekið ákvörðun um sína pólitísku framtíð. Hann ætli að gefa sér jólahátíðina til að leggja mat á stöðuna og að í byrjun nýs árs muni hann eiga samtal við  trúnaðarmenn innan flokksins og sitt fólk til þess að fara yfir málin.

Viðtalið við Bjarna má sjá i heild sinni í spilaranum hér að neðan:

 

 

Spursmál
Loading