Gríðarlega mikill fjöldi var samankominn fyrir utan Síkið á Sauðárkróki til að hita upp fyrir oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar á Íslandsmóti karla í körfubolta í dag.
Í glampandi sól og 19 gráðum kom fólk sér vel fyrir, hlustaði á fagra sveitatóna og fékk sér veitingar, líka í vökvaformi.
Blaðamaður og ljósmyndaru mbl.is eru á Sauðárkróki og tóku meðfylgjandi myndband og myndir.