mbl | sjónvarp

#58. - SDG prjónar inn í árið og Stefán ræður ekki við sig

INNLENT  | 3. janúar | 16:50 
Nýtt ár hefst með krafti í stjórnmálunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur uppteknum hætti í stjórnarandstöðu. Hann segir Ingu Sæland reikula í spori þegar kemur að stjórnmálastefnu flokks síns.

Nýtt ár hefst með krafti í stjórnmálunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur uppteknum hætti í stjórnarandstöðu. Hann segir Ingu Sæland reikula í spori þegar kemur að stjórnmálastefnu flokks síns.

Þetta kemur fram í nýju viðtali við Sigmund Davíð á vettvangi Spursmála þar sem hann ræðir meðal annars stjórnarsáttmála og fyrstu skref nýrrar ríkisstjórnar. Hvað finnst honum um nýtt þjóðarsamtal um hagsýni í ríkisrekstri? Svör fást við því í þessu viðtali.

 

Fréttastjóri, uppistandari og aðstoðarmaður

Þá mæta einnig á svæðið þau Marta María Winkel Jónasdóttir, fréttastjóri hjá Árvakri og Jakob Birgisson, uppistandari og nýr aðstoðarmaður Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra.

Hvernig lögðust áramótaávörpin?

Þau fara yfir áramótaávörp Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Þær tóku báðar við embættum sínum á nýliðnu ári og þreyttu þar með frumraun sína á þessu sviði.

Og hvað með klæðaburðinn? Ekki er örgrannt um að Marta María og Jakob hafi bæði allákveðnar skoðanir á því.

Spursmál
Loading