Pistlar:

29. mars 2025 kl. 13:55

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Auðlindin í ólgusjó

Enginn syngur eða yrkir um sjómannslífið lengur enda þjóðin uppteknari við aðra hluti og flest sem tengist sjómennsku er hluti af fortíðinni hjá fólki sem berst við einhverskonar kulnun og almennt tilgangsleysi tilverunnar. Þrátt fyrir það sitjum við uppi með sjávarútveginn, enda einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og hefur, þegar á allt er litið, líklega lagt hvað mest atvinnugreina til þess þjóðfélags sem við lifum í í dag. En þó að dagleg athygli sé lítil á sjávarútveginn er pólitíkin þess ákafari þegar kemur að málefnum hans.hannakatr

Þegar Hanna Katrín Friðriksson tók við sem ráðherra sjávarútvegsmála í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sagði hún þetta um sjávarútveginn í viðtali við netmiðilinn Vísi: „Þetta eru grunnatvinnuvegir þjóðarinnar og þarna er verðmætasköpunin. Þannig ég er full tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni í nánu samstarfi við hagsmunaaðila bæði nær og fjær.“ Svo mörg voru þau orð.

Gáfumannaklúbbur í pópúlískum heimi

Óhætt er að segja að fulltrúar Viðreisnar hafi í gegnum tíðina stært sig af ákveðinni fagmennsku, að sumu leyti finnst manni þegar rætt er við Viðreisnarfólk að það telji sig vera svar skynseminnar við pópúlískum stjórnmálum. Pínulítið eins og þar sé á ferðinni gáfumannaklúbbur sem neyðst hafi til að gefa sig að stjórnmálum, öfugt við fólkið í Flokki fólksins sem sé bara í leit að störfum og bitlingum, nánast hvorki læst né skrifandi og það alls ekki á erlenda tungu.

Nú hefur Hanna Katrín sem atvinnumálaráðherra birt hálfgert „sprettfrumvarp“ um hækkun á hinni sérstöku gjaldtöku sjávarútvegsins sem kallast auðlindagjald. Þegar sagt er sprettfrumvarp er sótt í hliðstæðu sem kallast „spretthópur“ og hefur rutt sér til rúms í stjórnsýslunni undanfarin ár og á að fanga þau verðmætu augnablik þegar stjórnsýslan telur sig þurfa að flýta sér. Það á núna við um atvinnuvegaráðherra en frumvarpið um auðlindagjöld er kynnt með þeim formerkjum að það sem aðrir stjórnmálamenn hafi hugsað um í 40 ár hafi núverandi ríkisstjórn leyst á 94 dögum. Sprettfrumvarpið á síðan að fá flýtimeðferð í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Það er nú öll fagmennskan.araar

Tilfinningarík fagmennska

Mesta athygli vekur þó hvernig frumvarpið er kynnt fyrir þjóðinni. Í stað fagmennsku er höfðað til tilfinninga eins og öll orðræða ráðherrans og annarra stjórnarliða ber merki um. Með því eigi að taka á „grátkór“ útgerðarinnar og kæfa viðbrögð hennar frá upphafi. Þannig fór um viljann til að leysa „verkefni í nánu samstarfi við hagsmunaaðila bæði nær og fjær.“ Í kjölfar frumvarpsins kom samstillt átak ýmissa áróðursmeistara, sem voru tengdir eða velviljaðir stjórninni. Óhætt er að segja að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi fyllst af fólki sem vill keyra málið í gegn.

Ráðherrann hefur eðli málsins samkvæmt nokkuð verið í fjölmiðlum og útgangspunktur hennar er að útgerðin geti vel borgað þetta, enda „mali hún gull“ og væri ella bara að fjárfesta í öðrum og óskyldum atvinnurekstri. Um leið sáir ráðherrann fræjum tortryggni byggt á því að allt gagnsæi skortir um eignarhald í sjávarútvegi eða þær fjárfestingar sem aðilar þar stunda í öðrum atvinnugreinum. Að þetta skuli koma frá manneskju sem hefur sjálf starfað í atvinnulífinu hlýtur að vekja athygli. Er þátttakan í miðvinstri stjórn að leika gáfumannafélag Viðreisnar svona?

Tími smjörklípumeistaranna

Það er ekki allt gáfulegt sem frá stjórnarliðum kemur. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, skrifar á Facebook-síðu sína: „Milljarðatugir munu því halda áfram að streyma í arðhirslur sægreifanna. Ekkert af þeim arði fer í að byggja upp byggðarlög sem þeir hafa skilið eftir í rúst með því að selja burt allan kvóta, sumir til að fjárfesta í steinsteypuhöllum og uppkaupum á fyrirtækjum fyrir sunnan. Og hversu mikill arður streymir nú þegar af landsbyggðinni ár hvert til að kaupa upp fyrirtæki á mölinni? Hvað á auðkýfingurinn í Vestmannaeyjum í mörgum fyrirtækjum uppi á landi? Með hverju halda menn að þau séu greidd?“ Pópúlisminn er allsráðandi hjá smjörklípumeistara Samfylkingarinnar, þetta snýst um persónur og leikendur, nú skal gert upp við „sægreifanna.“ Þessi haglýsing doktorsins stenst þó enga skoðun hafi menn undirstöðuþekkingu á sögu íslensks atvinnulífs.aaviðreisn

Málamyndaskýrsla Svandísar

Allt síðasta kjörtímabil hélt þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, úti miklu starfi undir heitinu Auðlindin okkar, þar ætlaði hún að undirbyggja breytingar á sjávarútveginum. Þrátt fyrir að hún hefði boðað mikið samráð varð það ekki og að endingu gaf matvælaráðuneyti Svandísar út stærstu málamyndaskýrslu sem hér hefur komið út, alls 464 blaðsíður, í ágúst 2023. Svandísi auðnaðist ekki að útskýra hvaða breytingar hún vildi gera og efast má um að hún hafi vitað það sjálf.

Í allri þessari umræðu hefur mjög skort á þekkingu á lagaumgjörð þeirri sem hefur mótað sjávarútveginn og sett hann þar sem hann er í dag. Sama á við um sögulega þróun og hagrænar forsendur. Sjaldnast er leitað til þeirra mörgu fræðimanna sem hafa kynnt sér íslenskan sjávarútveg í hörgul. Einn þeirra er Hrefna Karlsdóttir sem er með doktorsgráðu í hagsögu frá Gautaborgarháskóla og hefur lengi rannsakað þróun íslensks sjávarútvegs. Fyrir rúmu ári síðan var heft eftir henni í Morgunblaðinu: „Við búum í dag við kerfi sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu og skapar hvata til að hámarka þau verðmæti sem hægt er að gera úr takmarkaðri en endurnýjanlegri auðlind. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum gengur vel að selja afurðir á erlendum mörkuðum þrátt fyrir mjög harða samkeppni, og það er brýnt að skilja að árangur greinarinnar er ekki eitthvað sem gerðist af sjálfu sér, heldur er hann afrakstur langtímaþróunar sem hófst á 9. áratugnum.“

Í dag er augljóst að margir skilja ekki það samkeppnisumhverfi sem íslenskur sjávarútvegur þarf að glíma við eða hvernig hann hefur þróast í gegnum tíðina. Það má vera að það sé hægt að hækka auðlindagjaldið sem fyrirtæki í útgerð greiða en það er fráleitt að láta eins og það hafi engar afleiðingar.

mynd
27. mars 2025

Afkristnun Miðausturlanda

Staða kristinna manna í Sýrlandi er mjög erfið og flókin en eftir fall Bashar al-Assad-stjórnarinnar í desember 2024 og valdatöku uppreisnarhópa, þar á meðal Hayat Tahrir al-Sham (HTS) undir stjórn Ahmed al-Sharaa, hefur óvissa aukist um örlög minnihlutahópa, þar á meðal kristinna. Víða um Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna fara lækkandi. Til dæmis voru kristnir um 20% af íbúum meira
mynd
25. mars 2025

Dagbók lögreglunnar og undirheimaátök

„Alls voru þrettán handteknir vegna hópslagsmála sem brutust út á ellefta tímanum á föstudagskvöld á Ingólfstorgi þar sem barefli og hníf var beitt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en þeir voru báðir útskrifaðir í gær. Lögregla rannsakar hvort átökin tengist deilum tveggja hópa í undirheimunum.“ Svona hljómaði frétt Ríkisútvarpsins frá því á sunnudaginn um átök í næturlífi meira
mynd
23. mars 2025

Langt frá heimsins vígaslóð

Sjálfsmynd okkar Íslendinga snýst að verulegu leyti um það að við séum herlaus þjóð í friðsömu landi. Við höfum haft trú á að það væri okkur nokkur vörn að vera varnarlaus. Sem er auðvitað ekki rétt, því við höfum útvistað vörnum landsins, erum ein af stofnþjóðum Nató auk þess sem við höfum gert varnarsamning við Bandaríkin. Við höfum því lifað í skjóli annarra og hagað okkur eftir því. Ísland á meira
mynd
21. mars 2025

Fjölgun múslíma í Frakklandi

Margt í mannfjöldaþróun mun breyta Evrópu hratt á næstu áratugum. Sumt af því verður framhald á þeim breytingum sem hafa átt sér stað síðustu áratugina en nokkrir þættir standa upp úr. Fæðingartíðni hefur fallið hratt en um leið hefur innstreymi fólks annars staðar frá aukist. Fæðingartíðni meðal innflytjenda er há og það, ásamt meiri innflutningi fólks, mun hafa mest áhrif á þróun samfélaga. meira
mynd
19. mars 2025

Grátið af gleði á Ölveri

Ein skemmtilegasta frétt vikunnar sagði frá því að fullorðnir menn hafi grátið af gleði þegar stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Newcastle United komu saman í Ölveri í Reykjavík síðasta sunnudag. Af hverju skyldi það vera? Jú, 70 ára bið félagsins eftir titli var á enda og stuðningsmenn félagsins eru enn að ná sér niður, mörgum dögum seinna. Skipti engu þó að stuðningsmenn annarra liða meira
mynd
17. mars 2025

Burðardýrin tekin en höfuðpaurarnir sleppa

Sumt er kannski of augljóst til að það þurfi að ræða það. Þegar tvær konur fengu fyrir stuttu þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning duldist engum að þær störfuðu ekki einar. Þær voru „burðadýr“, voru gripnar og hlutu sinn dóm. Þeir sem standa á bak við þær sleppa einu sinni sem oftar og í fréttum þykir ekki taka því að nefna það. Konurnar standa einar frammi fyrir dómaranum og fá sína meira
mynd
14. mars 2025

Innviðaskuldin og Sundabraut

Fá verkefni eru arðbærari en Sundabraut og fá verkefni falla betur að einkafjármögnun. Hér hefur í pistlum margoft verið farið yfir sögu verkefnisins (eða verkefnaleysisins) og hvaða upplýsingar hafa legið fyrir um það hverju sinni. Tafir og mistök Reykjavíkurborgar hafa ein og sér verið nógu slæm en um leið hefur ríkisvaldið sýnt fullkomið ráðaleysi gagnvart svo stórri framkvæmd, meðal meira
mynd
11. mars 2025

Ræður lögreglan við ástandið?

Um 70% þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Þegar dagskrá dómstóla er skoðuð sést að erlend nöfn eru furðu algeng í ljósi þess að þrátt fyrir allt eru ekki nema um 20% landsmanna fæddir erlendis. Með því að benda á þetta er ekki verið að segja að Íslendingar brjóti ekki lög eða fremji glæpi. Þetta þýðir það einfaldlega að þjóðerni þeirra sem fremja glæpi hér meira
mynd
9. mars 2025

Er best að búa í Síerra Leóne?

Glöggt er gest augað og samanburður við erlend lönd getur fært okkur athyglisverð sjónarhorn, frætt okkur um fjarlæg lönd en ekki síður fært okkur nýjan skilning á okkar eigin landi. Stöð 2 hefur undanfarin ár sýnt þáttaröð sem Lóa Pind Aldísardóttir fer fyrir og ber beinskeytt heiti: Hvar er best að búa? Í þáttum sínum heimsækir Lóa Pind Íslendinga í fjarlægum löndum og kynnist daglegu lífi meira
mynd
5. mars 2025

Hagrætt - en bara seinna

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tókst að ná nokkurri athygli þegar hún óskaði eftir hagræðingartillögum frá almenningi og opnaði móttöku fyrir þær á island.is. Óhætt er að segja að almenningur hafi brugðist skjótt við og fyrr en varði voru komnar hátt í 4.000 tillögur í gáttina en um það var fjallað hér í grein á sínum tíma. Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri vann úr umsögnum frá meira
mynd
4. mars 2025

Rússland er vondur nágranni

Það getur enginn efast um að Rússland er vondur nágranni en ógnar landið heimsfriðinum? Það er líklega það sem flestir öryggismálasérfræðingar heims glíma nú við að meta. Hvernig verður stríðinu í Úkraínu lokið og hvernig mun niðurstaðan líta út? Eftir uppákomuna síðasta föstudag í Hvíta húsinu virðist Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa misst frumkvæðið, að minnsta kosti um tíma. Fram að þeim meira
mynd
2. mars 2025

D-dagurinn og hlutverk USA í Nató

Bandaríski hershöfðinginn Dwight D. Eisenhower var æðsti yfirmaður hers bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Það hafði meðal annars í för með sér að hann hafði yfirumsjón með innrásinni í Normandí á D-deginum svokallaða, þann 6. júní 1944. Eftir langan undirbúning var ráðist í gegnum varnir Þjóðverja á ströndum Frakklands í aðgerð sem bar nafnið Operation Overlord. Eisenhower stýrði aðgerðinni meira
mynd
28. febrúar 2025

Trump og Musk glíma við fjárlagahallann

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur greint frá halla á alríkisfjárlögum upp á 838 milljarða Bandaríkjadala fyrstu fjóra mánuði reikningsársins 2025 (október 2024 til janúar 2025). Þetta má sjá í mánaðarlegri yfirlýsingu þess. Fyrir allt fjárhagsárið 2024, sem lauk 30. september 2024, var hallinn 1.833 billjónir dala, eða sem nemur 1,8 trilljónum dala, sem er þriðji mesti fjárlagahalli í sögu meira
mynd
27. febrúar 2025

Trump og stóri reikningurinn

Þær breytingar sem eru að eiga sér stað á alþjóðasviðinu kalla á mikil fjárútlát og líklega er það kjarninn í utanríkisstefnu Donalds Trumps að bandarískir skattgreiðendur séu ekki látnir taka reikninginn, þannig myndi hans sérstaki ráðgjafi Elon Musk án efa orða hlutina. Nú þegar hreyfing er komin á málin í Úkraínu og velta má fyrir sér endalokum stríðsins þar, þá væntanlega með meira
mynd
24. febrúar 2025

Mannfjöldasprengjan aftengd

Síðustu áratugi höfum við vanist umræðu um að það séu síðustu forvöð að bjarga hinu og þessu, ella stefni mannkynið í glötun. Aðrir upplifa mikið framfaraskeið víða um heim og sannarlega erum við að sjá miklar og hraðar breytingar. Ein sú mikilvægasta er án efa sú staðreynd að það er búið að aftengja mannfjöldasprengjuna sem lengi var helsta ógnunin við vistkerfi jarðarinnar. Eftir nokkra meira
mynd
22. febrúar 2025

Í brekku í Austurríki

Austurríki er þriðja vinsælasta ferðamannaland heims þegar kemur að skíðaferðamennsku og ríflega 6% landsframleiðslu landsins kemur frá þessari starfsemi. Aðeins Frakkland og Bandaríkin taka á móti meiri fjölda en í Austurríki eru um 300 svæði sem hægt er að skíða á. Þangað sækja um þrjár milljónir skíðaferðamanna ár hvert og lætur nærri að hver skíðaferðamaður eyði ríflega 25% meira á dag en meira
mynd
20. febrúar 2025

Heita gullið á Íslandi

Líklega er fátt sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks hér á Íslandi en heita vatnið okkar og nýting þess. Þetta eru orðin svo sjálfsögð gæði að við áttum okkur líklega ekki lengur á mikilvægi þess. Við þekkjum sögur af kolareyk í bæjum og borgum Evrópu en færri vita að hann var einnig hér á landi áður en hitaveitan kom til sögunnar. Heita vatnið leggur til milljarðatugi á hverju ári í meira
mynd
19. febrúar 2025

Stál og hnífur gegn evrópskum borgurum

Sama dag og pistlahöfundur var að tygja sig heim frá skíðaferð í Austurríki var framin hroðaleg hnífsstunguárás í borginni Villach nálægt landamærum Slóvakíu. 14 ára gamall drengur var drepinn og fjórir aðrir særðir. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar í Villach þá hóf hinn grunaði að ráðast á gangandi vegfarendur af handahófi. Það varð líklega mörgum til bjargar að sendill einn varð vitni að meira
mynd
17. febrúar 2025

Bandaríkin tala - Evrópa stynur

Það deilir enginn um hver hefur frumkvæðið í heimsmálunum núna. Bandarískir ráðamenn láta frá sér yfirlýsingar eða halda ræður og aðrir eru síðan í því að bregðast við. Nú er meira að segja svo komið að kosningar í lykilríkjum Evrópu mótast að einhverju leyti af orðum bandarískra stjórnmálamanna, sem hafa verið við völd í innan við mánuð. Oftast hefur verið nóg að fylgjast með orðum Donalds Trump meira