Pistlar:

28. maí 2025 kl. 18:45

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Góðir og vondir gestir

Fyrir stuttu var sagt frá þeim vin­kon­um Ngan, Dönu og Di­önu sem all­ar fengu viður­kenn­ingu fyr­ir náms­ár­ang­ur við út­skrift Fjöl­brauta­skól­ans í Ármúla. Í frétt Morgunblaðsins sagði að þær töluðu allar reiprenn­andi ís­lensku en fyr­ir þrem­ur árum töluðu þær varla stakt orð í tungu­mál­inu. Ngan var dúx skól­ans og Dí­ana semídúx. Ngan Kieu Tran er 19 ára göm­ul og flutti með móður sinni til Íslands frá Ho Chi Minh í Víet­nam í júlí 2022. Di­ana Al Barouki og Dana Za­her El Deen eru báðar 18 ára gaml­ar og fluttu til Íslands frá borg­inni Sweida í Sýr­landi. Dana flutti til Íslands í apríl 2022 en Dí­ana í nóv­em­ber sama ár.ármúli

Þarna eru augljóslega duglegar stúlkur á ferðinni og fjölmiðlar segja sögu þeirra af því að þær eru utanaðkomandi í íslensku samfélagi en eru augljóslega að standa sig vel. Það var reyndar vel í lagt að segja þær tala reiprenn­andi ís­lensku en íslenskan verður tæpast vandamál fyrir þær í framtíðinni. Það er ástæða til að gleðjast yfir þessum nýju Íslendingum og ein stúlkan sagði þrisvar framan í myndavélina að Ísland væri frábært land. Þetta eru góðir gestir en það má líka velta fyrir sér hvort að áhugi fjölmiðla á að segja þessa sögu sé af því að þeir vita að ekki eru allir sem hingað koma góðir gestir. Þvert á móti eru margir sem hingað koma til hinna mestu óþurfta og leggja mikið álag á réttarvörslukerfið og velferðarkerfið okkar. Sú saga verður ekki sögð með jafn persónulegum hætti og saga þeirra Ngan, Dönu og Di­önu.

Ekki hlustað á viðvaranir

Staða í landamæramálum landsins er til mikillar umræðu þessa dagana eins og var rakið hér í pistli fyrir skömmu. Landamærin eru dálítið eins og þröskuldur heimilis okkar, við viljum hafa eitthvað með það að gera hverjum við bjóðum inn og hverjum ekki. Því miður eru mörg teikn á lofti um að hingað hafi borist margir gestir sem eru ekki eins indælir og þær Ngan, Dana og Di­ana. Í raun eru þær frásagnir sláandi og það er einnig undrunarefni að ekki var hlustað á viðvaranir þegar þær tóku að berast eins og kemur fram í viðtali við Gest Pálmason, markþjálfa og fyrrverandi lögreglumann, í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar en netmiðillinn Vísir gerði rækilega grein fyrir samtalinu undir fyrirsögninni: „Höfum full­kom­lega misst stjórn á út­lendinga­málum.“ Þetta er sláandi fullyrðing en Gestur starfaði um árabil innan lögreglunnar og fékk meðal annars það verkefni að öðlast yfirsýn yfir þennan tiltekna málaflokk. Þegar hann er spurður af hverju allt fór úr skorðum nefnir hann kerfislægan vanda, álag, skort á fjármagni og fleira. „En í mínum huga er þetta fyrst og fremst skortur á leiðtogahæfni,“ bætir Gestur við. Einhverjir stjórnmálamenn ættu að taka það til sín.

Algerlega fyrirsjáanlegt

Það er athyglisvert að hlusta á Gest en hann segist eiga skýrslur og trúnaðargögn sem hann skrifaði fyrir tíu árum þar sem hann varaði við þróun mála. Gestur bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar eins og vikið hefur verið að hér í pistlum.

„Það sem er svo vont er að þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt. Við hefðum auðveldlega getað séð það sem var að gerast í löndunum í kringum okkur, hvort sem það er skipulögð brotastarfsemi eða annað sem hefur farið úr böndunum. Ég á skýrslur sem ég skrifaði sjálfur fyrir 10 árum, þar sem ég var að spá fyrir um allt þetta sem nú er að gerast,“ segir Gestur.

Gestur bendir á að það er og hefur verið misnotkun í gangi á þessu kerfi og hlutverk lögreglunnar og yfirvalda sé að finna hverjir eru hérna í annarlegum tilgangi. Það sé ábyrgðarhlutur hjá stjórnvöldum að hafa dregið lappirnar, ekki síst af því að núna er ákveðin hætta á alvöru útlendingaandúð einmitt af því að margt er komið alveg úr böndunum. Það er rétt, lausatök og óvönduð vinnubrögð valda því að hingað kemur fólk sem á ekki að fá leyfi til að setjast að og spillir fyrir hinum, svo sem fólki eins og Ngan, Dönu og Di­önu.

Albanía kemur í heimsókn

Haustið 2016 jókst verulega fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi, mikið drifið af Albaníufólki á þeim tíma bendir Gestur á. Fram að því höfðu verið að dúkka hérna upp 2-3 menn á ári, en svo varð sprenging sem kom í kjölfar mikils flótta fólks frá Miðjarðarhafinu yfir til Evrópu. „Mér var falið það verkefni að fara í samvinnu við Útlendingastofnun og búa til móttökumiðstöð fyrir fólk sem var að sækja um alþjóðlega vernd,“ segir Gestur. Betur hefði farið á því að stunda mun harðari stefnu og vísa mikið af þessu fólki strax úr landi.

Úlfar Lúðvíksson benti á þá stöðu sem hér er komin upp vegna glæpamanna frá Albaníu í Spursmála-viðtalinu. „Maður kík­ir á sam­fé­lags­miðlana […] þá sér maður að þar birt­ist mynd af dæmd­um morðingja sem tók ann­an mann af lífi, það var bara af­taka með mjög sér­stök­um hætti, þar sem hann er að spóka sig um í Grund­ar­fjarðar­kirkju og svo á stíg við Kvía­bryggju,“ út­skýr­ir Úlfar sem er þar að vísa í hið svo­kallaða Rauðagerðismál þar sem Arm­ando Beqirai var tek­inn af lífi fyr­ir utan heim­ili sitt í fe­brú­ar 2021. Morðið bar með sér að það var skipulagt og á sínum tíma treystu fjölmiðlamenn sér ekki til að fjalla um málið undir nafni og viðkomandi virðist njóta furðu mikils frelsis þó hann afpláni dóm fyri morð. Morðið sýndi einnig að skipulögð glæpastarfsemi var búin að hreiðra um sig hér eins og Úlfar hefur í raun staðfest.

Morðingi Arm­ando Beqirai er sagður njóta sérstakra réttinda í fangelsi enda nýtur hann verndar glæpaklíkunnar sem ræður furðu miklu á Íslandi í dag. Það er löngu tímabært að beina kastljósinu að þessu fólki þó að við gleðjumst yfir framgöngu þeirra Ngan, Dönu og Di­önu.

mynd
27. maí 2025

Hlustar ríkisstjórnin á Vestfirðinga?

Segja má að ríkisstjórnin hafi kastað sprengju inn í íslenskan sjávarútveg og í raun íslenskt atvinnulíf með tillögum sínum um tvöföldun veiðigjalda. Ekki aðeins með þeirri hækkun sem í tillögunum felst heldur ekki síður með þeirri aðferðafræði sem málið hefur verið kynnt og rekið áfram. Smám saman hefur myndin náð að skýrast og áhrif tillagnanna orðið ljósari. Engum dylst að tillögurnar hafa meira
mynd
26. maí 2025

Hver gætir landamæra landsins?

Á árunum 1999 til 2003 fékk einn flóttamaður hæli hér á landi af þeim 264 einstaklingum sem sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn. Ísland þess tíma var ekki tilbúið að opna landamæri sín fyrir flóttafólki. Það hefur breyst undanfarin áratug án þess að þjóðin hafi nokkurn tímann verið spurð um það. Á tímabili töldust árlegir flóttamenn í þúsundum og þjóðlífið er gerbreytt á eftir. Enn vita meira
mynd
25. maí 2025

Vísindaskáldskapur og mannfjöldaþróun

Það er algengt þema í vísindaskáldskap að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni hafi jarðarbúum fjölgað úr hófi og þeir um leið gengið svo á auðlindir jarðarinnar að hún sé varla byggileg. Sem betur fer verður þetta líklega lítið annað en skáldskapur því eins og mannfjöldaspár líta núna út þá er ekkert fjarri lagi og mestar líkur eru á að mannkyninu fækki verulega á næstu 50 til 100 árum. Fækkun meira
mynd
22. maí 2025

Þegar verslun skapaði auðinn

Ísfélagið í Vestmannaeyjum er elsta hlutafélag landsins sem er enn þá starfandi, stofnað 1. desember 1901. Félagið er nú rekið af fjórðu kynslóð frá stofnun og virðist ganga vel. Rétt eins og á við um ýmis önnur félög í sjávarútvegi en þessi velgengni sjávarútvegsfyrirtækjanna er notuð sem rök fyrir aukinni skattheimtu á atvinnugreinina. Einnig er bent á að einstaklingar sem hafa hagnast á rekstri meira
mynd
21. maí 2025

Fréttaljós úr fortíðinni - Suðureyri á heljarþröm

„Suðureyri við Súgandafjörð heyr þessa dagana erfiða baráttu fyrir tilvist sinni. Hreppurinn er í raun gjaldþrota og liggur á „gjörgæsludeild“ félagsmálaráðuneytisins. Hann er í greiðslustöðvun og samningum um niðurfellingu skulda. Framkvæmdir á vegum hreppsins hafa að mestu legið niðri undanfarin ár, einkum vegna vanskila Fiskiðjunnar Freyju. Fyrirtæki þetta er um leið komið í meira
mynd
19. maí 2025

Sjávarútvegurinn hvarf af gjaldþrotaleiðinni

Það ferðalag sem hefur verið í íslenskum sjávarútvegi undanfarin 30 til 40 ár er merkilegt og hefur á flestan hátt heppnast vel. Það er ekki sjálfgefið að hér sé rekinn arðbær, skilvirkur, framsækinn og umhverfisvænn sjávarútvegur. Flestir fræðimenn sem um sjávarútveginn fjalla eru sammála þessu eins og hefur margoft verið vakin athygli á í pistlum hérna. Það var því áhugavert að lesa bók meira
mynd
15. maí 2025

Er auðlindarenta úrelt hugmynd?

Í umræðu um sjávarútveg hér á landi mættu margir horfa til kenninga og rannsókna dr. Þráins Eggertssonar sem kom með mikilvægt framlag til nýstofnanahagfræði (e. new institutional economics) og efnahagslegrar greiningar á stofnunum og eignarrétti. Hagfræðikenningar Þráins snúast fyrst og fremst um hvernig stofnanir (e. institutions), eins og lagakerfi, eignarréttur og samningar, móta efnahagslega meira
mynd
13. maí 2025

Auðsöfnun í sjávarútvegi

Ef marka má spunakarla úr röðum stjórnarliða virðist ein röksemd fyrir því að hækka beri auðlindagjald vera sú að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafi grætt svo mikið og séu fyrir vikið orðnir auðmenn á íslenskan mælikvarða. Gefið er í skyn að auðsöfnun þeirra sé vegna þess að það sé rangt gefið, eitthvað í útfærslu fiskveiðistjórnunarkerfisins geri það að verkum að þeir efnist óeðlilega mikið meira
mynd
10. maí 2025

Framleiðni og arðsemi í sjávarútvegi

Það er hægt að fullyrða að íslenskur sjávarútvegur í dag sé fyrst og fremst markaðsdrifinn á meðan hann er enn auðlindadrifinn í flestum öðrum löndum. Á þessu er mikill munur og þetta skýrir árangur íslensks sjávarútvegs, hér vita menn að það verður að ná eins miklum verðmætum og unnt er úr hráefninu þar sem það er takmarkað. Því hefur áhersla á gæði hráefnisins og fullnýtingu fisksins orðið að meira
mynd
8. maí 2025

Opnir kranar ríkisins

Um það bil 46% af vergri landsframleiðslu fer í gegnum endurúthlutunarkerfi hins opinbera. Með öðrum orðum, nánast önnur hver króna sem verður til í hagkerfinu er sótt í gegnum skattkerfið og endurúthlutað aftur í gegnum fjárlög ríkis og sveitarfélaga. Það segir sig sjálft að þessari millifærslu fylgir nokkur kostnaður en getum við haft einhverja tryggingu fyrir því að þessum fjármunum sé betur meira
mynd
6. maí 2025

Buffett leggur töfrasprotann á hilluna

Við erum vön að trúa því að Bandaríkin séu upphaf og endir hlutabréfaviðskipta í heiminum en hlutabréfamarkaðir þar eiga rætur sínar að rekja til seinni hluta 18. aldar. Elsti formlegi hlutabréfamarkaðurinn er oft talinn New York Stock Exchange (NYSE), sem var stofnaður árið 1792, þegar kaupmenn samþykktu að versla með verðbréf undir tré á Wall Street. Þetta markar upphaf skipulagðs meira
mynd
4. maí 2025

Sundabraut og ómöguleikinn

Í um það bil þrjá áratugi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands beðið eftir að eitthvað miði áfram við Sundabraut. Um þetta hefur verið fjallað hér í pistlum með reglulegu millibili og alltaf er hægt að undrast framkvæmdaleysi yfirvalda og skammsýni í málinu. Sundabraut hefur afhjúpað getuleysi yfirvalda þegar kemur að takast á við stórar og kostnaðarfrekar framkvæmdir, rétt eins og urðu meira
mynd
2. maí 2025

Glóaldin í Silves

Fyrir einni öld eða svo fannst málhreinsunarmönnum rétt að íslenska sem flest og þá fæddist hið fallega orð glóaldin yfir appelsínur. Því miður náði orðið ekki að festa rætur en appelsínur eru einkennandi fyrir bæinn Silves í Portúgal. Það er vegna ríkrar sögu svæðisins í appelsínuræktun en þó ekki síður vegna þess hve gómsætar þær eru, sannkölluð glóaldin. Eiginlega rekur mann í rogastans yfir meira
mynd
29. apríl 2025

Týnda fólk hælisleitendakerfisins

Við getum sagt að við séum í miðju auga stormsins. Eftir að hafa rekið ráðaleysislega landamærastefnu og opnað allt upp á gátt þegar kom að hælisleitendum bíður næstu ára að vinna úr vandanum. Í fyrsta lagi þarf að ná utan um það fólk sem hingað streymdi og fara með það í gegnum skriffinnsku hælisleitendakerfisins. Nú þegar heyrast sögur af því að fólk sé einfaldlega týnt, finnist hvergi og það meira
mynd
28. apríl 2025

Grátkórinn eða sannir skattaflóttamenn

Í þeirri umræðu sem hefir verið undanfarið um ætlaða hækkun auðlindagjalds hefur mörgum orðið tíðrætt um að svör útgerðarmanna og hagsmunasamtaka þeirra séu til marks um skort á einhverskonar þegnskap og vöntun á vilja til að greiða til samneyslunnar. Þessi umræða fer gjarnan út í það að tala um „grátkór“ þar sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru. Af þessu má stundum hafa gaman og meira
mynd
27. apríl 2025

Kastalabær í Algarve-héraði

Portúgalar eiga sérstakan málshátt um aprílmánuð sem segir: „Í apríl, þúsund regndropar.“ Það er viðeigandi að hafa hann í huga þegar haldið er til Portúgals í þessum mánuði, þó að ætlunin sé að stytta aðeins veturinn hér heima. Málshátturinn vísar til þess hversu rigning er algeng á vorin, sérstaklega í apríl, og er oft notaður til að lýsa breytileika veðurs á þessum tíma. Að þessu meira
mynd
18. apríl 2025

Föstudagur í tilveru kristninnar

Á föstudaginn langa minnast kristnir menn krossfestingar og dauða frelsara síns, Jesú Krists á Golgatahæð. Dagurinn er einn sá mikilvægasti í kristinni trú og markar hástig píslargöngu Jesú. Að sumu leyti hverfist kristin trú um þennan dag sem er talinn fela í sér fórn Jesú fyrir syndir mannkyns, grundvöll frelsissögu kristninnar. Helsta trúarskáld Íslendinga, Hallgrímur Pétursson, orti svo um meira
mynd
15. apríl 2025

Ótrúleg umskipti í Argentínu

Javier Milei, forseti Argentínu, hefur undanfarna mánuði ekki getað hamið spennuna segir í viðskiptatímaritinu Economist. Ástæðan er sú að allt síðan í desember síðastliðnum, þegar síðasti samningur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Argentínu rann út, hefur forseti landsins leitað nýrrar björgunar. Síðan gerðist það síðasta föstu­dag að samningar náðust um að meira
mynd
12. apríl 2025

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Ríkisreikningur og bókhald ríkisins er ekki það nákvæmnistæki sem margir skattgreiðendur halda. Því er það svo að við verðum að fara til ársins 2022 til að fá útleggingu á framlögum til heilbrigðismála en þá námu þau um 838 þúsund krónum á hvern íbúa (á föstu verðlagi 2022), og heildarútgjöld ríkissjóðs til málaflokksins voru um 245 milljarðar króna (án fjárfestinga). Þess má geta að meira