Ný forysta var kosin í Sjálfstæðisflokknum í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða flokkinn eftir æsispennandi kosningu og Jens Garðar Helgason verður við hlið hennar sem varaformaður. Það var því vert að leita eftir skoðunum frá hinum ýmsu Sjálfstæðismönnum að degi loknum í gær og fá þeirra álit á hinni nýju stjórn.