Gestir í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna voru þeir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Valdimar Ármann, fjárfestingarstjóri Arctica sjóða. Í þættinum var rætt um vaxtaákvörðunina, óvissuna í alþjóðlegum efnahagsmálum og efnahagshorfur hérlendis.