„Við veitum stuðning í hverju skrefi“

Frá árinu 1995 hafa Dýrheimar verið umboðsaðilar Royal Canin á Íslandi og boðið upp á faglega þjónustu, sérvaldar vörur og traust ráð til að hundum og köttum líði sem best. „Dýrheimar eru staður þar sem hunda- og kattaeigendur tengjast, deila sögum og njóta með ferfættum vinum sínum,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir framkvæmdastjóri Dýrheima. „Hjá Dýrheimum eru dýrin þín hluti af fjölskyldunni okkar en frá upphafi höfum við haft mikinn metnað fyrir því að bjóða upp á aðeins það besta fyrir dýrin. Við erum með vísindamiðað fóður fyrir hunda og ketti, sérfræðiþjónustu, hundaþjálfun, næringarráðgjöf og heilsufarstékk fyrir hunda og ketti,“ segir Ingibjörg og bætir við að dýralæknar, ræktendur og aðrir endursöluaðilar séu eins hluti af samfélagi Dýrheima.

Leita að myndskeiðum

loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk
loading Opna flokk