„Ég sat í herberginu mínu á 27. hæð á hótelinu og var að borða hádegismat í góðu yfirlæti þegar jarðskjálftinn hófst,“ segir Anna Magdalena Vestfjörð við mbl.is, íslensk kona sem horfði á heila sundlaug á niðurleið streyma fram hjá hótelglugga sínum í Bangkok.