Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld kynna umfangsmikla tolla gegn helstu viðskiptaþjóðum landsins. Ekki er ljóst hvaða vörur verða tollalagðar eða hversu margar þjóðir verða fyrir barðinu á þeim, en Trump hefur lofað að tollarnir muni skapa nýja „gullöld“ fyrir bandarískan iðnað.