Ísraelar hófu árásir á Nataz kjarnorkustöðina sem staðsett er neðanjarðar. Natanz er stærsta og afkastamesta kjarnorkustöð Írana. Fyrstu árásirnar á stöðina voru í morgun en árásin er hluti árása Ísraelshers á Íran sem hófust í nótt. Árásirnar beindust að bæði hernaðar- og kjarnorkuinnviðum í Íran.