Fjórir skákmenn hafa fullt hús að loknum öðrum keppnisdegi á opna Íslandsmótinu í skák - 100 ára afmælismóti Skáksambands Íslands. Skákmennirnir eru: Stórmeistararnir Vignir Vatnar Stefánsson, Hannes Hlífar Stefánsson, alþjóðlegi meistarinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson og FIDE-meistarinn Bárður Örn Birkisson.