Þrettánfaldur Íslandsmeistari, stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, heldur áfram sigurgöngu sinni á afmælismóti Skáksambands Íslands og situr einn efstur að loknum fjórum umferðum með fullt hús vinninga. Mótið fer fram á Blönduósi og hefur gengið afar vel fyrir sig, með mörgum skemmtilegum skákum.