Hitabylgja ríður yfir Evrópu og hitatölur víða um og yfir 40 gráðum. Mestur hiti mældist í Sevilla eða 42 gráður og hafa yfirvöld varað fólk við að vera á ferli. Hvarvetna leitar fólk leiða til að kæla sig og á Sikiley á Suður-Ítalíu hefur verið sett bann við vinnu utandyra þá tíma dags er mestur hiti er.