„Ég fór á mótið á Englandi árið 2022 og bjóst við aðeins minna fólki hér en það er mjög gefandi að sjá hversu margir eru mættir hérna til þess að styðja liðið,“ sagði Vilhjálmur Hauksson, sjónvarpsstjarna á Rúv, í samtali við mbl.is á stuðningsmannasvæði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í Thun í dag.