Í Dagmálum á dögunum opnaði söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir sig um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi kærasta síns. Ofbeldið átti sér stað á sama tíma og hún var á hápunkti tónlistarferilsins og hafði það mikil áhrif á hana. Enda var hún bæði ung að árum og að reyna máta sig inn í nýjan veruleika þar sem frægð og frami blöstu við henni. Segir hún ofbeldið hafa verið sér mikið áfall sem erfitt hafi verið að vinna sig úr.